Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun rannsaka viðbrögð lögreglunnar í tengslum við skotárásina sem átti sér stað í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas þar sem tveir kennarar og nítján börn voru myrt.
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun rannsaka viðbrögð lögreglunnar í tengslum við skotárásina sem átti sér stað í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas þar sem tveir kennarar og nítján börn voru myrt.
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun rannsaka viðbrögð lögreglunnar í tengslum við skotárásina sem átti sér stað í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas þar sem tveir kennarar og nítján börn voru myrt.
Reiði almennings í Bandaríkjunum fer vaxandi eftir að í ljós kom að lögreglumenn biðu á göngum skólans meðan börnin voru lokuð inni í skólastofu með árásarmanninum og hringdu örvæntingarfull í neyðarlínuna, að því er kemur fram í frétt BBC.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Jill Biden, lögðu blómvönd við minningarvarða fyrir utan skólann þegar þau heimsóttu hann í dag en styttra en tvær vikur eru síðan Biden heimsótti Buffalo, New York, þar sem önnur fjöldaskotárás átti sér stað.
Biden var einnig viðstaddur kaþólska messu í Uvalde í dag, auk þess sem hann hitti fyrstu viðbragðsaðila og syrgjandi ættingja hinna látnu í einrúmi.
Í frétt AFP segir að fagnaðarlæti hafi brotist út þegar bílar Biden mættu á staðinn. Hins vegar, til marks um spennuna í bænum eftir fjöldamorðin, var baulað á Greg Abbott, ríkisstjóra í Texas, þegar hann kom fram.
„Við þurfum breytingar,“ hrópaði einn maður.
Biden átti ekki að tala opinberlega í Texas, en í gær endurtók hann kröfu sína um að þingið myndi herða reglur um skotvopn.
„Við getum ekki bannað harmleik, ég veit, en við getum gert Bandaríkin öruggari. Við getum loksins gert það sem við þurfum að gera til að vernda líf fólksins og barnanna okkar,“ sagði Biden í ræðu við háskólann í Delaware.