Depp tróð upp á Bretlandi

Depp tróð upp á Bretlandi

Bandaríski leikarinn Johnny Depp virtist lítt stressaður þegar hann tróð upp með tónlistarmanninum Jeff Beck í Yorkshire á Bretlandi í gær. Depp kom óvænt fram með tónlistarmanninum í Sheffield en Beck er á tónleikaferðalagi um Evrópu.

Depp tróð upp á Bretlandi

Johnny Depp sakaður um ofbeldi | 30. maí 2022

Johnny Depp fór beinustu leið til Sheffield á Bretlandseyjum til …
Johnny Depp fór beinustu leið til Sheffield á Bretlandseyjum til að troða upp með Jeff Beck. AFP

Bandaríski leikarinn Johnny Depp virtist lítt stressaður þegar hann tróð upp með tónlistarmanninum Jeff Beck í Yorkshire á Bretlandi í gær. Depp kom óvænt fram með tónlistarmanninum í Sheffield en Beck er á tónleikaferðalagi um Evrópu.

Bandaríski leikarinn Johnny Depp virtist lítt stressaður þegar hann tróð upp með tónlistarmanninum Jeff Beck í Yorkshire á Bretlandi í gær. Depp kom óvænt fram með tónlistarmanninum í Sheffield en Beck er á tónleikaferðalagi um Evrópu.

BBC greinir frá.

Réttarhöldum lauk í meiðyrðamáli Depps gegn fyrrverandi eiginkonu hans, leikkonunni Amber Heard, á föstudag og er málið nú í höndum kviðdómara. 

Virðist það hafa komið áhorfendum nokkuð á óvart að Depp hefði mætt á tónleikana með Beck og var mikið skrifað um það á Twitter. 

mbl.is