Draga til baka ósk um vinnu á uppsagnarfresti

Væringar innan Eflingar | 31. maí 2022

Draga til baka ósk um vinnu á uppsagnarfresti

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur sent þeim starfsmönnum sem sagt var upp í apríl sl. bréf þar sem dregin er til baka sú ósk að starfsmenn vinni út uppsagnarfrest sinn. Starfsmönnum verði engu að síður greidd laun á tímabilinu. 

Draga til baka ósk um vinnu á uppsagnarfresti

Væringar innan Eflingar | 31. maí 2022

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Samsett mynd/mbl.is

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur sent þeim starfsmönnum sem sagt var upp í apríl sl. bréf þar sem dregin er til baka sú ósk að starfsmenn vinni út uppsagnarfrest sinn. Starfsmönnum verði engu að síður greidd laun á tímabilinu. 

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur sent þeim starfsmönnum sem sagt var upp í apríl sl. bréf þar sem dregin er til baka sú ósk að starfsmenn vinni út uppsagnarfrest sinn. Starfsmönnum verði engu að síður greidd laun á tímabilinu. 

Öllu starfsfólki á skrifstofu Eflingar var sagt upp 12. apríl. Að sögn stjórnar félagsins var ráðist í hópuppsögnina vegna skipulagsbreytinga. 

Óskað var eftir því að starfsmennirnir myndu vinna út uppsagnarfrestinn hjá félaginu, en sú ósk hefur nú verið dregin til baka í bréfi sem Sólveig sendi í dag og RÚV hefur undir höndum. 

Tæplega tuttugu starfsmenn hafa nú verið ráðnir á skrifstofu Eflingar, en um þrjátíu var sagt upp í apríl. 

mbl.is