Amber Heard hefur verið sakfelld í öllum kæruliðum í meiðyrðamáli fyrrverandi eignmanns hennar, leikarans Johnny Depp, gegn henni.
Amber Heard hefur verið sakfelld í öllum kæruliðum í meiðyrðamáli fyrrverandi eignmanns hennar, leikarans Johnny Depp, gegn henni.
Amber Heard hefur verið sakfelld í öllum kæruliðum í meiðyrðamáli fyrrverandi eignmanns hennar, leikarans Johnny Depp, gegn henni.
Kviðdómurinn ákvarðaði tíu milljónir dala í miskabætur til Depp og fimm milljónir í refsibætur vegna ærumeiðinga Heard. Heard fær að sama skapi tvær milljónir í miskabætur vegna ærumeiðinga Depp en hún vann í einum lið gegn honum.
Depp höfðaði mál gegn Heard vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Í henni steig hún fram sem þolandi heimilisofbeldis en nafngreindi Depp ekki. Hann fór fram á 50 milljónir dala í skaðabætur og sagði greinina hafa valdið því að hann missti fjölda hlutverka. Bæði segja þau málið hafa valdið skaða á kvikmyndaferli þeirra í Hollywood.
Heard höfðaði mál gegn honum sömuleiðis og krafðist 100 milljóna bandaríkjadala frá honum vegna þess ofbeldis sem hún sagði hann hafa beitt sig.
Í yfirlýsingu, eftir að niðurstöður kviðdómsins voru kunnar, sagði Depp að kviðdómurinn hefði gefið honum líf sitt aftur.
Depp neitaði ásökunum Heard og sagðist aldrei hafa lagt hendur á hana, né aðra konu á sinni lífsleið. Hann sagði Heard hafa beitt sig ofbeldi. Hún sagði Depp hafa ítrekað beitt hana ofbeldi. Hún hafi aldrei veitt fyrsta höggið en viðurkenndi að hafa slegið til baka undir lok hjónabandsins.
„Ég hef engin orð yfir vonbrigðin sem ég finn í dag. Ég er sár yfir því að fjall sönnunargagna hafi ekki verið nóg á móti óhóflegum völdum og áhrifum fyrrverandi eiginmanns míns,” sagði Heard meðal annars í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér stuttu eftir að dómurinn féll.
Bíða þurfti stutta stund eftir niðurstöðum kviðdómsins þar sem hann hafði gleymt að ákvarða bætur. Ekki var vitað á þeim tíma hvort bæturnar væru handa Depp eða Heard.
Í úrskurði kviðdómsins, sem telur átta blaðsíður, þurftu kviðdómarar að svara 24 spurningum í tengslum við meiðyrðamál Depps og 18 spurningum í tengslum við mál hennar. Leitast var eftir að komast að niðurstöðu hvort fullyrðingar Heard í greininni hafi verið settar fram af brotavilja, með þá vitneskju að þær væru ekki sannar, eða hvort fullyrðingarnar hafi verið settar fram með skeytingarleysi fyrir því hvort þær væru falskar eða ekki.
Síðasti dagur réttarhaldanna, sem stóðu yfir í rúmar sex vikur, var síðasta föstudag.
Fréttin hefur verið uppfærð.