Kennari hafi upphaflega opnað dyrnar

Kennari hafi upphaflega opnað dyrnar

Árásarmaðurinn, sem skaut 19 börn og tvo kennara til bana í grunnskóla í borginni Uvalde í Texas, fór inn um dyr sem áttu að vera læstar, en voru það ekki. BBC greinir frá þessu.

Kennari hafi upphaflega opnað dyrnar

Skotárás í Uvalde í Texas | 1. júní 2022

Fyrir utan grunnskólann í Uvalde þar sem skotárásin átti sér …
Fyrir utan grunnskólann í Uvalde þar sem skotárásin átti sér stað. AFP

Árásarmaðurinn, sem skaut 19 börn og tvo kennara til bana í grunnskóla í borginni Uvalde í Texas, fór inn um dyr sem áttu að vera læstar, en voru það ekki. BBC greinir frá þessu.

Árásarmaðurinn, sem skaut 19 börn og tvo kennara til bana í grunnskóla í borginni Uvalde í Texas, fór inn um dyr sem áttu að vera læstar, en voru það ekki. BBC greinir frá þessu.

Almannaöryggisdeild Texas (DPS), sem rannsakar viðbrögð við skotárásinni, staðfesti að kennari hefði upphaflega opnað dyrnar en starfsmönnum grunnskólans er skylt að hafa dyr lokaðar og læstar.

Lögmaður kennarans hefur aftur á móti sagt að hún hafi lokað dyrunum og haldið að þær myndu læsast af sjálfu sér vegna þess að þær eigi „alltaf að vera læstar“.

Segir hann að konan hafi galopnað dyrnar og fest með steini svo hún gæti borið mat úr bíl inn í kennslustofu. Sparkaði hún steininum í burtu þegar hún fór aftur inn eftir að hafa áttað sig á því að maður með byssu gekk um skólalóðina.

Travis Considine, talsmaður DPS, sagði í gær að myndbandsupptökur hefðu staðfest að dyrnar voru lokaðar en að nú væri verið að rannsaka hvers vegna þær læstust ekki.

mbl.is