Kviðdómurinn hefur komist að niðurstöðu

Kviðdómurinn hefur komist að niðurstöðu

Kviðdómurinn í meiðyrðamáli leikarans Johnny Depp gegn fyrrverandi eiginkonu hans, leikkonunni Amber Heard, hefur komist að niðurstöðu.

Kviðdómurinn hefur komist að niðurstöðu

Johnny Depp sakaður um ofbeldi | 1. júní 2022

Amber Heard og Johnny Depp.
Amber Heard og Johnny Depp. AFP

Kviðdómurinn í meiðyrðamáli leikarans Johnny Depp gegn fyrrverandi eiginkonu hans, leikkonunni Amber Heard, hefur komist að niðurstöðu.

Kviðdómurinn í meiðyrðamáli leikarans Johnny Depp gegn fyrrverandi eiginkonu hans, leikkonunni Amber Heard, hefur komist að niðurstöðu.

Síðasti dagur réttarhaldanna, sem stóðu yfir í rúmar sex vikur, var síðasta föstudag. Hafa kviðdómararnir sjö eytt síðustu þremur dögum í að komast að niðurstöðu sem kynnt verður í beinni útsendingu klukkan 19 að íslenskum tíma.

Talsmaður Heard sagði hana á leið í dómssalinn eftir að kviðdómurinn komst að niðurstöðu. Ekki er búist við því að Depp verði viðstaddur en hann hefur verið á Englandi undanfarna daga og meðal annars spilað á þrennum tónleikum með Jeff Beck.

Depp höfðaði mál gegn Heard vegna grein­ar sem hún skrifaði í Washingt­on Post árið 2018. Í henni steig hún fram sem þolandi heim­il­isof­beld­is en nafn­greindi Depp ekki. Hann fór fram á 50 millj­ón­ir í skaðabæt­ur og sagði grein­ina hafa valdið því að hann missti fjölda hlut­verka. Bæði segja þau málið hafa valdið kvik­mynda­ferli þeirra í Hollywood skaða.

Heard hef­ur höfðað mál gegn hon­um sömu­leiðis og krefst 100 millj­óna banda­ríkja­dala frá hon­um vegna þess of­beld­is sem hún seg­ir hann hafa beitt sig.

Í úr­sk­urði sín­um, sem tel­ur átta blaðsíður, þurftu kviðdóm­ar­arað svara 24 spurn­ing­um í tengsl­um við meiðyrðamál Depps og 18 spurn­ing­um í tengsl­um við mál henn­ar. Leit­ast er eft­ir að kom­ast að niður­stöðu hvort full­yrðing­ar Heard í grein­inni hafi verið sett­ar fram af brota­vilja, með þá vitn­eskju að þær væru ekki sann­ar, eða hvort full­yrðing­arn­ar hafi verið sett­ar fram með skeyt­ing­ar­leysi fyr­ir því hvort þær væru falsk­ar eða ekki.

Hægt verður að fylgjast með niðurstöðum kviðdómsins, þegar þær verða lesnar upp, hér fyrir neðan.

mbl.is