Sparka þeim út sem vildu „ekki kyssa hringinn“

Væringar innan Eflingar | 1. júní 2022

Sparka þeim út sem vildu „ekki kyssa hringinn“

Aðeins fimm almennir starfsmenn voru endurráðnir á skrifstofu Eflingar en greint frá því í gær að gengið hefði verið frá ráðningum tæplega 20 einstaklinga í störf á skrifstofunni. Fram kom að 16 úr þeim hópi hefðu áður sinnt störfum fyrir Eflingu, en þar af eru sex starfsendurhæfingarráðgjafar sem verða starfsmenn Virk, en ekki Eflingar. Sé rýnt enn betur í tölurnar kemur í ljós að af þessum tíu sem eftir standa eru fimm stjórnendur.

Sparka þeim út sem vildu „ekki kyssa hringinn“

Væringar innan Eflingar | 1. júní 2022

Starfsfólki á skrifstofu Eflingar hefur fækkað mikið.
Starfsfólki á skrifstofu Eflingar hefur fækkað mikið. Samsett mynd/mbl.is

Aðeins fimm almennir starfsmenn voru endurráðnir á skrifstofu Eflingar en greint frá því í gær að gengið hefði verið frá ráðningum tæplega 20 einstaklinga í störf á skrifstofunni. Fram kom að 16 úr þeim hópi hefðu áður sinnt störfum fyrir Eflingu, en þar af eru sex starfsendurhæfingarráðgjafar sem verða starfsmenn Virk, en ekki Eflingar. Sé rýnt enn betur í tölurnar kemur í ljós að af þessum tíu sem eftir standa eru fimm stjórnendur.

Aðeins fimm almennir starfsmenn voru endurráðnir á skrifstofu Eflingar en greint frá því í gær að gengið hefði verið frá ráðningum tæplega 20 einstaklinga í störf á skrifstofunni. Fram kom að 16 úr þeim hópi hefðu áður sinnt störfum fyrir Eflingu, en þar af eru sex starfsendurhæfingarráðgjafar sem verða starfsmenn Virk, en ekki Eflingar. Sé rýnt enn betur í tölurnar kemur í ljós að af þessum tíu sem eftir standa eru fimm stjórnendur.

Öllu starfsfólki á skrifstofu Eflingar var sagt upp störfum í apríl og í kjölfarið var auglýst eftir fólki í allar stöður. Fram kom að 250 umsóknir hefðu borist en óljóst var um hve margar stöður var að ræða. Nú liggur fyrir að stöðugildum á skrifstofunni hefur fækkað töluvert en áður en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði af sér formennsku í lok október á síðasta ári voru um 50 starfsmenn á skrifstofunni.

Vonar að ekki leiði til stórfelldrar skerðingar

Sólveig greindi frá því eftir að hún var kjörin aftur formaður í febrúar á þessu ári að hún myndi ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofunni í hagræðingarskyni og var hópuppsögnin hluti af þeirri framkvæmd.

Gabríel Benjamin, fyrrverandi starfsmaður á kjaramálasviði Eflingar og trúnaðarmaður starfsfólksins, segir ljóst að mikið hafi verið skorið niður og sér ekki fyrir sér hvernig halda eigi úti fullri þjónustu við félagsfólk með ekki fleira starfsfólk á skrifstofunni.

„Ég vona að þetta leiði ekki til stórfelldrar þjónustuskerðingar fyrir félagsmenn,“ segir Gabríel í samtali við mbl.is.

Fjögur svið hafi verið lögð niður eða sameinuð öðrum og ljóst sé að ýmsum verkefnum sé útvistað.

Þjóni ekki hagsmunum félagsmanna

Í gær var greint frá því að Sólveig hefði sent einhverju af því starfsfólki, sem sagt var upp í apríl, bréf þar sem dregin var til baka ósk um að fólk ynni uppsagnafrest sinn. Fólk fengi engu að síður greidd laun á tímabilinu. þá kom fram að flestir sem ráðnir hefðu verið til starfa á skrifstofunni myndu hefja störf í dag og að ráðnir hefðu verið nokkrir sumarstarfsmenn.

Gabríel segir það afar einkennilegt útspil að nýta ekki fólk sem tilbúið er að vinna uppsagnafrest sinn til að létta á álagi á skrifstofunni fyrst um sinn. Sérstaklega í ljósi þess að mikið hefur verið um veikindi fáir hafa mætt til vinnu.

„Það er mjög skrýtið að nota ekki fólk til að setja aðra inn í störfin eða létta á álagi. Ég sé ekki að það sé verið að þjóna hagsmunum félagsmanna. Þess í stað er verið að sparka út þeim sem vildu ekki kyssa hringinn með því að sækja um störf sín að nýju.“

Þá finnst Gabríel það ansi lélegt að Sólveig hafi sent starfsfólki bréf í staðinn fyrir að ræða við fólk í eigin persónu.

Fólk dró umsóknir til baka af ýmsum ástæðum

Hann segist ekki vita fyrir víst hve margir fyrrverandi starfsmenn Eflingar hafi sótt um starf en ekki fengið, en þeir hafi þó verið einhverjir.

Þá veit hann til þess að einhverjir hafi dregið umsóknir sínar til baka eftir að í ljós kom að aðeins var um að ræða ráðningu í sex mánuði. Einnig hafi einhverjir dregið umsóknir til baka eftir félagsfundinn í lok apríl þar sem Sólveig gagnrýndi að fólk í veikindaleyfi mætti á fundinn. Enn aðrir hafi dregið til baka umsóknir í ráðningarferlinu þegar þeir fengu ekki skýr svör um stefnu og kjör.

Fram kemur á heimasíðu Eflingar að allir nýráðnir starfsmenn hafi farið í gegnum viðtöl hjá ráðningarstofu og hafi staðist hæfniskröfur um kunnáttu í íslensku og ensku. Þá séu þrír pólskumælandi.

Þar segir einnig að með ráðningum sé stigið stórt skref í átt að fullri mönnun skrifstofunnar undir nýju skipulagi, mánuði fyrr en áætlað var.

mbl.is