Þjóðaratkvæðagreiðsla hafin í Danmörku

Úkraína | 1. júní 2022

Þjóðaratkvæðagreiðsla hafin í Danmörku

Kjörstaðir hafa opnað í Danmörku vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kosið verður um hvort þjóðin skuli taka þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsins í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Þjóðaratkvæðagreiðsla hafin í Danmörku

Úkraína | 1. júní 2022

Mette Frederiksen, til vinstri, ræðir við Alexander De Croo, forsætisráðherra …
Mette Frederiksen, til vinstri, ræðir við Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB. AFP

Kjörstaðir hafa opnað í Danmörku vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kosið verður um hvort þjóðin skuli taka þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsins í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Kjörstaðir hafa opnað í Danmörku vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kosið verður um hvort þjóðin skuli taka þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsins í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Stutt er síðan nágrannalönd Danmerkur, Finnland og Svíþjóð, sóttu um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO).

Búist er við að um 65% af þeim 4,3 milljónum Dana sem eru á kjörskrá kjósi með varnarsamstarfinu, ef marka má skoðanakönnun sem var birt í gær.

Sérfræðingar eru samt sem áður varkárir vegna þeirra dræmu kjörsóknar sem er búist við en Danir hafa oft sagt „nei“ við auknu samstarfi við ESB. Síðast gerðist það árið 2015.

Lars Loekke Rasmussen, til vinstri, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Moderaterne, …
Lars Loekke Rasmussen, til vinstri, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Moderaterne, ásamt Alex Vanopslagh, formanni Frjálslynda bandalagsins í sjónvarpssal í gærkvöldi þar sem rætt var um þjóðaratkvæðagreiðsluna. AFP

Kjörstaðir opnuðu klukkan 6 í morgun, eða klukkan 8 að dönskum tíma. Búist er við niðurstöðu klukkan 21 að íslenskum tíma.

„Við verðum ávallt að kjósa þegar um atkvæðagreiðslu er að ræða,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmörku, í umræðuþætti í sjónvarpi í gærkvöldi.

„Ég trúi því af öllu hjarta að við verðum að segja „já“. Á stundu þegar við þurfum að berjast fyrir öryggi í Evrópu verðum við að sameinast enn frekar með nágrönnum okkar,“ sagði hún.

Danir hafa verið í Evrópusambandinu frá árinu 1973 en ákváðu að hætta að færa aukið vald til Brussel árið 1992 þegar 50,7% Dana höfnuðu Maastricht-sáttmálanum.

mbl.is