Útborgunardagur - hvað skal gera?

Fjármál | 1. júní 2022

Útborgunardagur - hvað skal gera?

Úborgunardagur er góður tími til þess að snúa við blaðinu og tileinka sér ábyrgari lífsstíl hvað fjármuni varðar. Kvíði margra eykst eftir því sem líða tekur á mánuðinn og oft er erfitt að láta peninginn duga út síðustu vikuna. Með aga og skipulagningu er hægt að koma í veg fyrir þennan mikla fjárhagskvíða.

Útborgunardagur - hvað skal gera?

Fjármál | 1. júní 2022

Á útborgunardegi á maður að fara yfir fjárhagsáætlun og leggja …
Á útborgunardegi á maður að fara yfir fjárhagsáætlun og leggja til hliðar í sparnað. Unsplash.com/Tezos

Úborgunardagur er góður tími til þess að snúa við blaðinu og tileinka sér ábyrgari lífsstíl hvað fjármuni varðar. Kvíði margra eykst eftir því sem líða tekur á mánuðinn og oft er erfitt að láta peninginn duga út síðustu vikuna. Með aga og skipulagningu er hægt að koma í veg fyrir þennan mikla fjárhagskvíða.

Úborgunardagur er góður tími til þess að snúa við blaðinu og tileinka sér ábyrgari lífsstíl hvað fjármuni varðar. Kvíði margra eykst eftir því sem líða tekur á mánuðinn og oft er erfitt að láta peninginn duga út síðustu vikuna. Með aga og skipulagningu er hægt að koma í veg fyrir þennan mikla fjárhagskvíða.

Stilltu á sjálfvirkan sparnað

Sérfræðingar mæla með að hver og einn taki sér tíma til þess að fara yfir launaseðilinn og leggja strax til hliðar í sparnað. Hægt er að stilla sjálfvirkan sparnað í heimabönkum með einföldum hætti. Hafðu peningana bundna í vissan tíma svo þú millifærir ekki strax af reikningnum. 

Gerðu fjárhagsáætlun fyrir mánuðinn

Taktu saman fastan kostnað og dragðu hann frá laununum þínum. Þá ertu komin með grófa áætlun yfir það sem þú hefur úr að moða yfir mánuðinn. Þetta er ekki það skemmtilegasta í heimi en kemur samt í veg fyrir að þú fáir skell í lok mánaðarins. Þannig ertu betur undirbúin fyrir það sem koma skal.

Rannsóknir hafa sýnt að flestir eyði um efni fram á fyrstu tveimur vikum mánaðarins. Svo kreppir að og fólk heldur að sér höndunum í síðustu vikunni. Reyndu að falla ekki í þá gryfju og haltu þér við áætlunina.

Forðastu samfélagsmiðla

Margir eru duglegir að monta sig á samfélagsmiðlum af eyðslunni í kjölfar útborgunardags. 

„Mér finnst það stundum neyðarlegt að neita að taka þátt í einhverju sem ég hef ekki efni á. Það er eins og ég sé eina manneskjan sem á ekki pening. Er það í rauninni bara ég eða talar bara enginn um þetta? Að sjá alla á samfélagsmiðlum að eyða peningum hér og þar fær mig til að líða illa. Mér finnst að ég eigi að geta gert slíkt hið sama en í raun á ég bara að halda mér við planið svo ég lendi ekki í vandræðum seinna í mánuðinum,“ segir ein í vanda.

Stundum er gott að verðlauna sig í lok mánaðar ef vel gengur. En bara hóflega!

Það sem þú átt ekki að gera:

  • Ekki hanga á samfélagsmiðlum. Stundum er gott að taka sér hlé til þess að minnka freistingarnar.
  • Ekki fresta því að kíkja á heimabankann. Það er gott að vera alltaf með á nótunum. það að bora hausnum í sandinn gerir ekkert fyrir mann. Það að verja fimm mínútum dag hvern í að kíkja á stöðuna í heimabankanum er frábær leið til þess að fylgjast með eyðslunni og halda sér á beinu línunni.
  • Engar neikvæðar hugsanir. Ekki refsa þér fyrir að ná ekki tökum á fjármálunum og mundu að þú ert ekki einn í þessu. Margir eru í sömu sporum. Það fæðist enginn alvitur í peningamálum. Þú bara heldur áfram að gera þitt besta og tekur einn dag í einu. Þetta kemur með æfingunni.
mbl.is