Harpa í skýjunum með krýningarafmælið

Lundúnir | 2. júní 2022

Harpa í skýjunum með krýningarafmælið

Harpa Hrund Berndsen segir það hafa verið magnaða upplifun að vera viðstödd hátíðahöldin í kringum 70 ára krýningarafmæli drottningarinnar.

Harpa í skýjunum með krýningarafmælið

Lundúnir | 2. júní 2022

Harpa Hrund Berndsen ásamt Dísu Stefánsdóttur frænku sinni, Eddison Peters …
Harpa Hrund Berndsen ásamt Dísu Stefánsdóttur frænku sinni, Eddison Peters og dóttur þeirra Freyju Hrund. Saman vörðu þau deginum í að fagna 70 ára krýningarafmæli drottningar. Ljósmynd/Aðsend

Harpa Hrund Berndsen segir það hafa verið magnaða upplifun að vera viðstödd hátíðahöldin í kringum 70 ára krýningarafmæli drottningarinnar.

Harpa Hrund Berndsen segir það hafa verið magnaða upplifun að vera viðstödd hátíðahöldin í kringum 70 ára krýningarafmæli drottningarinnar.

Harpa hefur á undanförnum árum reynt að stilla ferðalögin af til þess að geta verið viðstödd merkisviðburði konungsfjölskyldunnar en hún var til dæmis stödd í Windsor þegar Harry og Meghan giftu sig. 

„Þetta var mjög eftirminnilegt. Þetta er svo sögulegur viðburður enda hefur enginn breskur þjóðhöfðingi fagnað 70 ára krýningarafmæli fyrr og þetta mun eflaust aldrei eiga sér stað aftur,“ segir Harpa.

„Það sem stendur einna helst upp úr er að sjá allan þennan fjölda samankominn til þess að fagna með drottningunni. Þá er einstaklega gleðilegt að hún hafi getað tekið þátt í hátíðahöldunum en hún hefur verið nokkuð heilsuveil upp á síðkastið.“

Ótrúlegur mannfjöldi í Lundúnum

Harpa segir allt hafi gengið mjög vel þrátt fyrir mikinn mannfjölda.

„Ég hafði séð það fyrir mér að þetta yrði svipað því og þegar ég sá Harry og Meghan gifta sig í Windsor. En þetta er á allt öðrum skala. Ég hef aldrei á ævinni séð jafnmikið fólk. Það er fólk alls staðar og allar götur eru lokaðar. Það tók mjög langan tíma að komast að höllinni og svo aftur til baka. Ég var að tala við löggu og hann sagði að það væru um fimm milljónir ferðamanna í borginni þessa helgi og þá er ekki verið að telja með alla sem búa hér að staðaldri. En Bretar eru mjög skipulagðir og gæslan er mikil. Hér eru bara allir mjög glaðir og komnir til þess að fagna.“

Lenti í fjölskylduboði með hermönnunum

Vegna mikils mannfjölda náði Harpa ekki að sjá meðlimi konungsfjölskyldunnar nema úr mikilli fjarlægð.

„Ég hafði gert mér ákveðnar vonir um að sjá fólkið í nærmynd en sú varð ekki raunin,“ segir Harpa og hlær. „Ég sá flugsýninguna vel og konunglegu vagnana úr fjarlægð. Þar sem ég var staðsett nokkuð til hliðar við höllina þá sá ég þegar verið var að keyra drottningarbílinn til baka, en bara ekki með neina drottningu innanborðs. Þá sá ég alla hermennina en þegar þeir höfðu lokið sínum skyldum þá söfnuðust þeir saman bakvið höllina með fjölskyldum sínum og fyrr en varði var ég bara allt í einu komin í fjölskylduboð með hermönnunum!“ 

Fyrr en varði var Harpa umkringd hermönnum og fjölskyldum þeirra.
Fyrr en varði var Harpa umkringd hermönnum og fjölskyldum þeirra. Ljósmynd/Aðsend
Mannhafið var gríðarlegt.
Mannhafið var gríðarlegt. AFP
Mikið var um dýrðir þegar Bretar fögnuðu 70 ára krýningarafmæli …
Mikið var um dýrðir þegar Bretar fögnuðu 70 ára krýningarafmæli drottningar. AFP
Þotur flughersins héldu eftirminnilega sýningu í háloftunum.
Þotur flughersins héldu eftirminnilega sýningu í háloftunum. AFP
Harpa segir að stemmingin hafi verið mjög góð og allt …
Harpa segir að stemmingin hafi verið mjög góð og allt hafi gengið vel fyrir sig þrátt fyrir mikinn mannfjölda. AFP
mbl.is