Heard ætlar að áfrýja

Heard ætlar að áfrýja

Leikkonan Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í meiðyrðamáli fyrrverandi eiginmanns hennar, leikarans Johnny Depp, gegn henni. Heard var í gær sakfelld í öllum kæruliðum og dæmd til að greiða Depp 15 milljónir bandaríkjadala.

Heard ætlar að áfrýja

Johnny Depp sakaður um ofbeldi | 2. júní 2022

Amber Heard ber vitni í réttarhöldunum.
Amber Heard ber vitni í réttarhöldunum. AFP

Leikkonan Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í meiðyrðamáli fyrrverandi eiginmanns hennar, leikarans Johnny Depp, gegn henni. Heard var í gær sakfelld í öllum kæruliðum og dæmd til að greiða Depp 15 milljónir bandaríkjadala.

Leikkonan Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í meiðyrðamáli fyrrverandi eiginmanns hennar, leikarans Johnny Depp, gegn henni. Heard var í gær sakfelld í öllum kæruliðum og dæmd til að greiða Depp 15 milljónir bandaríkjadala.

Lögmaður Heard, Elaine Bredehoft, greindi frá ákvörðuninni um áfrýjunina í fjölda spjallþátta í morgun. Þá sagði hún í þættinum Today show að Heard væri algjörlega miður sín.

Bredehoft sagði dóminn senda hrikaleg skilaboð. „Þetta er bakslag, verulegt bakslag… nema þú dragir fram símann og takir maka þinn upp að berja þig þá verður þér í raun og veru ekki trúað.“

Spurð hvort að Heard sé fær um að borga bæturnar sagði Bredehoft: „Ó nei, alls ekki.“

Bredehoft gaf einnig til kynna að líklegt væri að kviðdómarar, sem hafði verið skipað að fylgjast ekki með fjölmiðlaumfjöllun, vissu hvað væri að gerast á samfélagsmiðlum en þar hélt yfirgnæfandi meirihluti fólks með Depp.

Almenningur hefur verið í liði með Depp.
Almenningur hefur verið í liði með Depp. AFP
mbl.is