Elsku Bogmaðurinn minn,
Elsku Bogmaðurinn minn,
Elsku Bogmaðurinn minn,
þú ert að losa þig undan amstri og angri. Þú ert að leysa hnúta og ganga frá svo mörgu til þess að þér líði sem best og það er lykillinn. Þó þú hafir afkomuáhyggjur, þá skaltu líta yfir farinn veg og sjá að þú lendir alltaf á löppunum. Þú munt alltaf gera það. Setningin sem þetta merki ætti næstum að eiga skuldlaust er: „Þetta reddast“.
Það gengur svo miklu betur innan fjölskyldu og vina og þú finnur vissan létti. Þann 14. júní er fullt tungl í Bogmanninum, eða þínu merki. Þarna er gott að taka ákvarðanir, velta við steinum og horfast í augu við allt. Hvort sem þú óttast það eður ei. Þú finnur þessar hreinu tæru tilfinningar ástar, sem eru mjög vandfundnar. Ástin getur tengst svo mörgu og þetta er svo sannarlega þinn tími blessunar.
Styrkur þinn felst í tjáningu þinni. Alheimurinn er í beinum tengslum við þig og ef þú átt í einhverju sérstökum vandræðum, biðurðu einfaldlega um að fá svar. Það mun vart líða langur tími þangað til svarið kemur til þín og þessi margbreytileiki er náðargáfa. Þú skilur aðra svo vel og átt auðvelt með að hjálpa alveg sama hvaða flækjum fólk er í. En þú ert ekki alltaf alveg eins almennilegur við sjálfan þig. Það besta við þig er að þú ert með hjarta úr gulli og elskar aðra skilyrðislaust og verður svo sannarlega sáttur eftir miðjan mánuðinn.
Ég dreg fyrir þig tvö spil og annað spilið hefur töluna átta sem táknar líf, dauða og hið óendanlega. Þetta spil bendir þér á að það eina sem hindrar þig er bara fjögurra stafa orð. Þetta orð er ótti, hvort sem það er á ensku eða íslensku, og er það eitthvað sem þú hefur sjálfur magnað upp.Seinna spilið ber hina dásamlegu tölu sex, sem táknar fjölskyldu, vini, frjósemi og veraldlegan og andlegan ávinning.
Knús og kossar,
Sigga Kling