Æ, nei... Sumarið er tíminn, en ekki hvað, og við ætlum öll að njóta þess í botn þetta árið. Við vonumst eftir blíðu og skemmtilegheitum frá veðrinu og erum gíruð og glöð yfir hækkandi sól. Líklega verða grillpartí, veislur og hittingar í sögulegu fjöldahámarki þetta árið, enda hafa félagslegum tengslum og samskiptagleði verið þröngar skorður settar undanfarin ár... en ekki meira um það.
Æ, nei... Sumarið er tíminn, en ekki hvað, og við ætlum öll að njóta þess í botn þetta árið. Við vonumst eftir blíðu og skemmtilegheitum frá veðrinu og erum gíruð og glöð yfir hækkandi sól. Líklega verða grillpartí, veislur og hittingar í sögulegu fjöldahámarki þetta árið, enda hafa félagslegum tengslum og samskiptagleði verið þröngar skorður settar undanfarin ár... en ekki meira um það.
Æ, nei... Sumarið er tíminn, en ekki hvað, og við ætlum öll að njóta þess í botn þetta árið. Við vonumst eftir blíðu og skemmtilegheitum frá veðrinu og erum gíruð og glöð yfir hækkandi sól. Líklega verða grillpartí, veislur og hittingar í sögulegu fjöldahámarki þetta árið, enda hafa félagslegum tengslum og samskiptagleði verið þröngar skorður settar undanfarin ár... en ekki meira um það.
Það er auðvitað dásamlegt og algjörlega málið að njóta.
Hins vegar er það svo, að margir þola kannski ekkert sérstaklega vel mikið gums, grillmat og það sem honum fylgir. Nú eða þá það sem öllu er skolað niður með.
Ég ætla nú ekkert að fara að mæla með grjótgrilluðu keti og rauðvíni alla daga, en ég veit líka að það er eitthvað sem margir njóta þess að borða og þá er kannski hægt að taka til ýmissa ráða til að þola það betur.
Það er til dæmis hægt að aðstoða meltinguna á ýmsan hátt og við skulum byrja á að skoða það.
Með hækkuðum aldri, gat nú verið, verður meltingin oft í meira basli með að brjóta niður fæðuna sem er neytt. Meltingarhvatarnir sem eiga að sjá um verkið (ensím, magasýra og gall) eru gjarnan af skornari skammti en áður, einhverra hluta vegna. Einkenni þess geta verið margvísleg, en til dæmis mikil þyngsli í meltingunni, líkt og grjót sé í maganum, mikill vindgangur og/eða rop, þreyta eftir máltíðir og sykurlöngun eða kuldi í kroppnum eftir matinn.
Ef þetta er raunin þá getur hjálpað að ná sér í ákveðin bætiefni til að létta á kerfinu. Svokölluð meltingarensím geta verið algjör lífsbjörg, þau eru til í ýmsum tegundum og frá allskonar framleiðendum. Þau ber að taka fyrir matinn, þá er ég að tala um stærstu máltíðir dagsins og sérstaklega fyrir mat sem er kannski þungmeltur og flókinn. Mikið kjöt, kartöflur, sósa og gúmmelaði væri gott dæmi.
Einnig er gott að huga aðeins að þarmaflórunni, sem þarf að vera vel samsett til að allt virki vel í meltingunni og það getur verið stórkostlega hjálplegt að taka inn góðgerla í bætiefnaformi fyrir meltinguna (probiotics).
Nú, ef þið teljið að trefjainntakan sé ekki næg, lítið um gróft kornmeti eða grænmeti, þá getur verið gott að taka inn trefjar. Bara passa að drekka vel af vökva á móti trefjunum, annars fer allt í steypu, já í orðsins fyllstu merkingu eiginlega. Þið vitið hvað ég meina.
Ókei, að drykkjunum. Þar sem ég er með blóðsykur og sykurneyslu á heilanum, þá verð ég að nefna að það er aldrei góð hugmynd, frá neinum bæjardyrum séð, að drekka áfengi eða sæta drykki á tóman maga. Það setur blóðsykurinn í algjört rugl og sykurlöngun og matarlöngun verður meiri en nokkru sinni fyrr. Miklu betra að njóta drykkja með eða eftir matinn, þá er balansinn betri.
Nú ef verið er að neyta áfengis, svona kannski eitthvað meira en venjulega, þá er gott að taka inn B-vítamínbombu áður en fjörið byrjar, taka þá líka steinefnasölt út í vatn (electrolytes) og einnig fyrir svefninn. Ef allt er svo ómögulegt daginn eftir, þá er líka gott að nota þau þá.
Mjólkurþistill er ein áhrifaríkasta lækningajurt sem til er og hún er rosalega vinveitt lifrinni. Það er gott að taka kúr af mjólkurþistli ef álagið er eitthvað í meira lagi og lifrin þarf meiri umhyggju og ást en vant er.
Nú svo er auðvitað að reyna að hafa þetta allt saman í jafnvægi. Oft tala ég um að mataræðið ætti að vera 80 prósent gott, nærandi og passandi en svo sé pláss fyrir svona 20 prósent af því sem er kannski bara alls ekkert svo heilsusamlegt. Þetta jafnvægi raskast auðvitað stundum, eðlilega, en þá er að snúa við áður en allt fer í rugl.
En lykilatriðið er að njóta og njóta meira og ef eitthvað er aðeins fyrir utan sporið fína, þá hjálpar samviskubit og niðurrif engum. Það er bara staðreynd í mínum huga að kökusneiðin fer miklu betur í mig ef ég nýt hennar í tætlur en ef ég geri það ekki.
Gleðilegt sumar og megi gleðin alveg sturlast með ykkur öllum!