Ríkið fái 40 til 60 milljarða í veiðigjöld

Veiðigjöld | 3. júní 2022

Ríkið fái 40 til 60 milljarða í veiðigjöld

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, telur eðlilegt að ríkið fengi 40 til 60 milljarða króna á ári í veiðigjöld, miðað við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja.

Ríkið fái 40 til 60 milljarða í veiðigjöld

Veiðigjöld | 3. júní 2022

Greina þarf á milli eðlilegs rekstrarhagnaðar og hagnaðar af sameiginlegri …
Greina þarf á milli eðlilegs rekstrarhagnaðar og hagnaðar af sameiginlegri auðlind, að mati Indriða. mbl.is/Ólafur Bernódusson

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, telur eðlilegt að ríkið fengi 40 til 60 milljarða króna á ári í veiðigjöld, miðað við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja.

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, telur eðlilegt að ríkið fengi 40 til 60 milljarða króna á ári í veiðigjöld, miðað við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja.

Fyrirtækin greiddu 4,8 milljarða í veiðigjöld árið 2020.

Í samtali við Fréttablaðið segist Indriði líta svo á að greina þurfi á milli eðlilegs rekstrarhagnaðar og hagnaðar af sameiginlegri auðlind, sem tilheyri ekki fyrirtækjunum heldur þjóðinni.

Að mati Indriða eru margir ágallar á kerfinu sem valda því að útgerðin hagnast stórlega án þess að ríkið fái sitt.

mbl.is