Elsku Vatnsberinn minn,
Elsku Vatnsberinn minn,
Elsku Vatnsberinn minn,
það er alveg sama hvaða stöðu eða stétt þú hefur í lífinu, hvort þú eigir ekkert eða allt, þá færðu samt erfiðu verkefni lífsins. Tækifærin sem þú ert að grípa eru dulbúin sem erfiðisvinna og þar af leiðandi getur það verið torvelt fyrir þig að sjá í augnablikinu hvernig útkoman verður. Þetta eru líka skilaboð til þín um velgengnina, hún kemur ekki kallandi, heldur kallar þú á hana og ferð til hennar.
Ég þekki einn sterkan ungan einstakling sem varð eiginlega frægur á augnabragði og honum líður oft illa yfir því að honum gengur vel en hinum ekki. Hann hefur svo fallega sál og er góður við alla þá sem hann hefur möguleika á að vera. Ef þú hugsar smástund að taka hann til fyrirmyndar, þá verður lífið þitt ekkert mál. Það er tóm vitleysa að maður eigi að setja sjálfan sig í fyrsta sæti, eða eins og þeir segja að setja súrefnisgrímuna á þig og svo hina.
Þar sem við manneskjurnar erum ein orka, samtvinnuð eins og ósýnilegar símalínur tengir okkur allt. Svo allt það sem þú gerir öðrum af einlægni og skilyrðislaust kemur til þín margfalt frá alheiminum. Þú getur séð hvern þú elskar með því að hugsa myndi ég fara í jarðaför hans eða hennar? Ef svarið er nei þá er það ekki manneskja sem skiptir þig öllu máli.
Það er manneskja eða manneskjur sem tengjast fortíðinni þinni, sem hjálpa þér til þess að láta það sem þú þráir koma fram. Fólk sem þú jafnvel telur ekki líklegt til að halda með þér og vilja gera allt fyrir þig. Láttu samt engan stjórna þér alfarið né slá eignarhaldi á þig, því þú ert hinn frjálsi á Vatnsberaöld. Það sem er að hrella þig er að mestu leyti ímyndun og hugsanavilla. Það munu allir taka eftir því hver þín næstu skref eru og heilsan og hamingjan nærir þig.
Kossar og knús,
Sigga Kling