Vítalía segir Eggert hafa hlustað á sína hlið

Vítalía stígur fram | 5. júní 2022

Vítalía segir Eggert hafa hlustað á sína hlið

Vítalía Lazareva kveðst eiga Eggerti Þór Kristóferssyni, fyrrverandi forstjóra Festa hf., mikið að þakka. 

Vítalía segir Eggert hafa hlustað á sína hlið

Vítalía stígur fram | 5. júní 2022

Vitaliya Lazareva kom fram í þættinum Eigin konur og grendi …
Vitaliya Lazareva kom fram í þættinum Eigin konur og grendi þá frá því að hópur manna hafi brotið á henni kynferðislega í heitum potti í sumarbústað. Ljósmynd/Skjáskot Eigin konur

Vítalía Lazareva kveðst eiga Eggerti Þór Kristóferssyni, fyrrverandi forstjóra Festa hf., mikið að þakka. 

Vítalía Lazareva kveðst eiga Eggerti Þór Kristóferssyni, fyrrverandi forstjóra Festa hf., mikið að þakka. 

Hann hafi hlustað á hana, eftir að Þórður Már Jóhannesson, þáverandi stjórnarformaður félagsins, lýsti atvikum fyrir stjórninni, en sú saga hafi ekki verið í samræmi við sögu Vítalíu.

Gaf henni tækifæri

„Einn af þeim fáu mönnum sem talaði við mig án þess að þekkja mig, hlustaði og gaf mér tækifærið á að segja mína hlið þegar ÞMJ var búinn að leggja allt aðra sögu á borðið hjá stjórninni.“

Þetta segir Vítalía í færslu á twitter reikningi sínum. 

Eggert lét af störfum hjá félaginu í síðustu viku eftir að hafa starfað þar í ellefu ár, þar af sjö ár sem forstjóri. 

mbl.is