Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, tilkynnti tillögur að breytingum á ráðum og nefndum í borgarstjórn á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á eftir Degi og gagnrýndi það fyrst og fremst að minnihlutinn hafi aðeins borist tillögurnar 33 mínútum áður en að fundurinn hófst.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, tilkynnti tillögur að breytingum á ráðum og nefndum í borgarstjórn á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á eftir Degi og gagnrýndi það fyrst og fremst að minnihlutinn hafi aðeins borist tillögurnar 33 mínútum áður en að fundurinn hófst.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, tilkynnti tillögur að breytingum á ráðum og nefndum í borgarstjórn á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á eftir Degi og gagnrýndi það fyrst og fremst að minnihlutinn hafi aðeins borist tillögurnar 33 mínútum áður en að fundurinn hófst.
Breytingarnar, sem voru lagðar fyrir, voru hluti af samstarfssáttmála meirihluta borgarstjórnar sem var kynntur í gær, þegar Framsókn, Píratar, Samfylkingin og Viðreisn tilkynntu um nýjan meirihluta.
Fyrsta tillagan að breytingu sem Dagur nefndi, var að sameina málaflokk mannréttinda og ofbeldisvarna í nýju mannréttindaráði sem tæki við hlutverki ofbeldisvarnarnefndar.
Næst nefndi hann að meirihlutinn hygðist færa málaflokka atvinnumála, nýsköpunar og ferðaþjónustu til forsætisnefndar.
Jafnframt lagði hann fram tillögu um að stofnuð yrði heilbrigðisnefnd, sem myndi fara með lögbundið hlutverk heilbrigðisnefnda.
Þar næst lagði hann til að umhverfismálin yrðu færð undir umhverfis- og skipulagsráð, ásamt skipulagsmálum, samgöngumálum og byggingarmálum, sem fyrir eru málaflokkar ráðsins.
Í lokin nefndi Dagur að stefnt væri að því að stofna stafrænt ráð Reykjavíkurborgar. Það myndi fara með málaflokk stafrænna umbreytinga, þjónustu lýðræðis og gegnsæismál auk samfélagslegrar og opinberrar nýsköpunar.
Að sögn Dags komast fyrrnefndar breytingar líklegast til framkvæmda í september en í sumum tilvikum fyrr með breyttum samþykktum.
Hildur tók þá til máls á eftir Degi og benti á að henni, og öðrum í minnihluta borgarstjórnar, hefðu borist þessar tillögur að breytingum aðeins 33 mínútum fyrir fundinn. „Þykja það ekkert sérlega góð né heldur vönduð vinnubrögð,“ sagði Hildur og bætti við að hún vonaðist til að þetta væri ekki til marks um það sem koma skyldi á kjörtímabilinu.
Sagði Hildur að þau myndu ekki leggjast gegn þessum breytingum. Þó óskaði hún eftir því að tillögu meirihlutans, um að breyta hlutverki forsætisnefndar, yrði frestað.
Sagðist hún óska eftir frestuninni til að tryggja að forsætisnefnd gæti betur sinnt hlutverki sínu. Nefndi hún í því samhengi að halda um fundarsköp og að bæta starfsandann. „Það er ekki sérlega góður bragur á því að færa alls óskylda málaflokka undir þessa nefnd í einhverjum hrossakaupum í meirihlutaviðræðum,“ sagði Hildur í lokin.
Dagur svaraði og baðst velvirðingar á þeim stutta fresti sem minnihlutinn fékk til að kynna sér tillögur að breytingum á ráðum og nefndum.
„Við tökum þetta til okkar og þetta var nú bara allt að gerast hérna síðasta sólarhringinn,“ sagði Dagur og bætti við að þau myndu líklega verða við þessari frestun á breytingu forsætisnefndar.