Bandarísk yfirvöld hafa varað við mögulegum frekari skotárásunum eftir að 18 ára karlmaður myrti 19 skólabörn og tvo kennara í Texas-ríki fyrir tveimur vikum síðan.
Bandarísk yfirvöld hafa varað við mögulegum frekari skotárásunum eftir að 18 ára karlmaður myrti 19 skólabörn og tvo kennara í Texas-ríki fyrir tveimur vikum síðan.
Bandarísk yfirvöld hafa varað við mögulegum frekari skotárásunum eftir að 18 ára karlmaður myrti 19 skólabörn og tvo kennara í Texas-ríki fyrir tveimur vikum síðan.
Í uppfærðri ráðgjöf bendir heimavarnarráðuneytið á hættuna á ofbeldi tengdum atburðum sem eru framundan, líkt og niðurstöðu Hæstaréttar varðandi fóstureyðingar og þingkosningar í nóvember.
„Á næstu mánuðum gerum við ráð fyrir mikilli spennu í samfélaginu þar sem mörg stór málefni gætu verið notuð til að réttlæta ofbeldi gegn ýmsum skotmörkum,“ kom meðal annars fram í yfirlýsingu Heimavarnarráðuneytisins.
Nýlegar árásir árásarmanna sem stæðu einir að baki ódæðunum sýndu áskorunina við að vernda viðkvæm skotmörk.
„Einstaklingar á spjallborðum á netinu sem birta efni tengt heimilisofbeldi og samsæriskenningum hafa lofað skotárásina í grunnskólanum í Uvalde í Texas og hvatt til frekari árása,“ sagði í yfirlýsingunni.
Ráðuneytið minntist einnig á árás í Buffalo í New York-ríki þar sem 18 ára hvítur hægri-öfgasinni skaut tíu manns til bana í hverfi þar sem svartir íbúar eru í meirihluta.