Oddvitar tveggja flokka, úr Bæjarlistanum og Miðflokknum, sem fengu ekki kjör í sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði eru gengnir til liðs við Samfylkinguna.
Oddvitar tveggja flokka, úr Bæjarlistanum og Miðflokknum, sem fengu ekki kjör í sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði eru gengnir til liðs við Samfylkinguna.
Oddvitar tveggja flokka, úr Bæjarlistanum og Miðflokknum, sem fengu ekki kjör í sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði eru gengnir til liðs við Samfylkinguna.
Frá þessu greinir Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni.
Sigurður Pétur Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans, og Sigurður Þ. Ragnarsson einnig þekktur sem Siggi stormur, oddviti Miðflokksins, munu sinna trúnaðarstörfum í íþrótta- og menningarmálum fyrir Samfylkinguna.
Guðmundur Árni bendir á að flokkarnir tveir hafi fengið samtals tæplega eitt þúsund atkvæði í kosningunum í maí og bætist þau við 3.800 atkvæði Samfylkingarinnar.
„Þetta eru öflugir liðsmenn og drengir góðir og ég býð þá hjartanlega velkomna og þeirra fólk í barátu fyrir betri bæ,“ skrifar Guðmundur Árni.