Bauð góða nótt áður en hann hleypti af skoti

Bauð góða nótt áður en hann hleypti af skoti

Miah Cerillo, 11 ára nemandi í Uvalde í Texas, lifði af skotárás í grunnskóla sínum á dögunum með því að maka á sig blóði bekkjarfélaga síns. Hún lýsti í gær sorglegu atburðarásinni sem átti sér stað í Robb-grunnskólanum þann 24. maí fyrir þingnefnd um skotvopnaofbeldi í Bandaríkjunum. Þar sagði hún m.a. frá því þegar árásarmaðurinn skaut kennara hennar og bekkjarfélaga til bana. BBC greinir frá.

Bauð góða nótt áður en hann hleypti af skoti

Skotárás í Uvalde í Texas | 9. júní 2022

Miah Cerrillo, nemandi sem lifði árásina af, ávarpar þingnefnd.
Miah Cerrillo, nemandi sem lifði árásina af, ávarpar þingnefnd. AFP/Jason Andrew

Miah Cerillo, 11 ára nemandi í Uvalde í Texas, lifði af skotárás í grunnskóla sínum á dögunum með því að maka á sig blóði bekkjarfélaga síns. Hún lýsti í gær sorglegu atburðarásinni sem átti sér stað í Robb-grunnskólanum þann 24. maí fyrir þingnefnd um skotvopnaofbeldi í Bandaríkjunum. Þar sagði hún m.a. frá því þegar árásarmaðurinn skaut kennara hennar og bekkjarfélaga til bana. BBC greinir frá.

Miah Cerillo, 11 ára nemandi í Uvalde í Texas, lifði af skotárás í grunnskóla sínum á dögunum með því að maka á sig blóði bekkjarfélaga síns. Hún lýsti í gær sorglegu atburðarásinni sem átti sér stað í Robb-grunnskólanum þann 24. maí fyrir þingnefnd um skotvopnaofbeldi í Bandaríkjunum. Þar sagði hún m.a. frá því þegar árásarmaðurinn skaut kennara hennar og bekkjarfélaga til bana. BBC greinir frá.

21 lést í skotárásinni, þar af 19 börn. Árásin hefur endurvakið umræðuna um skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum.

New-York er meðal þeirra ríkja sem hefur gripið til aðgerða eftir árásina og hækkað lágmarksaldur til kaupa á hálf-sjálfvirkum skotvopnum úr 18 ára í 21 árs. Ákall er eftir að fleiri ríki fylgi að fordæmi þeirra og bregðist við.

Földu sig bak við skrifborð

„Hann bauð henni góða nótt áður en hann skaut hana í höfuðið,“ sagði Miah þegar hún lýsti augnablikinu þegar kennarinn hennar lét lífið.

„Og svo skaut hann nokkra bekkjarfélaga mína,“ sagði hún síðar í vitnisburðinum sem var tekinn upp og spilaður fyrir þingnefndina.

Að sögn Miuh hafði kennari hennar beðið nemendur sína um að fela sig eftir að hafa komið auga á Ramos. Á meðan börnin leituðu skjóls fyrir aftan skrifborð og skólatöskur, skaut hann kennarann til bana.

Miah hlaut sár á öxlum og á höfði en slasaðist þó ekki alvarlega. Til að komast lífs af þóttist hún vera látin.

„Ég hélt að hann ætlaði að koma aftur inn í herbergið svo ég tók blóð og makaði því yfir mig alla,“ sagði hún. „Ég var þögul,“ bætti hún við.

Hún notaði síðar síma kennara síns til að hringa á neyðarlínuna og biðja um aðstoða lögreglu.

Ekki sama barnið

Miguel Cerillo, faðir Miuh, sagði að dóttir hans væri ekki sama barnið og fyrir árásina. Sagði hann Miuh í miklu áfalli eftir atburðinn.

„Hún er ekki sama barnið og ég var vanur að leika við,“ sagði Cerillo. „Skólar eru ekki öruggt umhverfi lengur. Eitthvað þarf að breytast.“

Miguel Cerrillo, faðir Miuh Cerrillo.
Miguel Cerrillo, faðir Miuh Cerrillo. AFP

Þingmenn hlustuðu einnig á foreldra grunnskólanemans Lexi Rubio, sem lést í árásinni.

„Einhvers staðar þarna úti er móðir að hlusta á vitnisburð okkar og hugsa með sér „ég get ekki ímyndað mér sársaukann.“ Okkar raunveruleiki verður einn daginn hennar ef við bregðumst ekki við,“ sagði Kimberly Mata-Rubio.

Felix Rubio og Kimberly Rubio,foreldrar Lexi Rubio sem lést í …
Felix Rubio og Kimberly Rubio,foreldrar Lexi Rubio sem lést í árásinni. AFP/Andrew Harnik
mbl.is