Þau Andrea Ingibjörg Orradóttir, Magnús Aron Sigurðsson, Steinunn Anna Svansdóttir og Viktor Ísak Ólafsson tryggðu sér á dögunum þátttökurétt í undanúrslitum heimsleikanna í Crossfit sem fer fram um helgina í Lundúnum, höfuðborg Bretlands. Þangað mun liðið, sem kallar sig Crossfit Katla, mæta ásamt fremstu liðum Evrópu og keppa um sæti á leikunum. Í Evrópu komast 40 fremstu liðin í undanúrslit, en að þeim loknum komast fimm efstu liðin í hverjum hluta á heimsleikana.
Þau Andrea Ingibjörg Orradóttir, Magnús Aron Sigurðsson, Steinunn Anna Svansdóttir og Viktor Ísak Ólafsson tryggðu sér á dögunum þátttökurétt í undanúrslitum heimsleikanna í Crossfit sem fer fram um helgina í Lundúnum, höfuðborg Bretlands. Þangað mun liðið, sem kallar sig Crossfit Katla, mæta ásamt fremstu liðum Evrópu og keppa um sæti á leikunum. Í Evrópu komast 40 fremstu liðin í undanúrslit, en að þeim loknum komast fimm efstu liðin í hverjum hluta á heimsleikana.
Þau Andrea Ingibjörg Orradóttir, Magnús Aron Sigurðsson, Steinunn Anna Svansdóttir og Viktor Ísak Ólafsson tryggðu sér á dögunum þátttökurétt í undanúrslitum heimsleikanna í Crossfit sem fer fram um helgina í Lundúnum, höfuðborg Bretlands. Þangað mun liðið, sem kallar sig Crossfit Katla, mæta ásamt fremstu liðum Evrópu og keppa um sæti á leikunum. Í Evrópu komast 40 fremstu liðin í undanúrslit, en að þeim loknum komast fimm efstu liðin í hverjum hluta á heimsleikana.
Andrea, Magnús, Steinunn og Viktor kynntust í gegnum Crossfit, en þau eru þó engir nýliðar og hafa öll æft Crossfit um nokkurra ára skeið. Þau eru með mismunandi íþróttabakgrunn, en Andrea og Steinunn koma þó báðar úr fimleikum. Magnús er með bakgrunn í fótbolta á meðan Viktor hafði prófað ýmsar íþróttir sem barn en fann sig svo þegar hann byrjaði í Crossfit 14 ára gamall.
Liðið æfir saman í Crossfit Kötlu, Holtagörðum og hefur þekkst í 3 ár. Þau byrjuðu þó ekki að æfa saman fyrr en þau fóru að fylgja sama prógrammi fyrir hálfu ári síðan og ákváðu í kjölfarið að slá til og keppa saman sem lið í „Quarterfinals“ um þátttökurétt í undanúrslitum leikanna. Aðspurð segja þau það ekki hafa komið sér á óvart að komast í undanúrslit. „Það var alltaf markmiðið og við vissum að við ættum góða möguleika.“
Þessa dagana eru þau í fullum undirbúningi fyrir keppnina sem fer fram næstkomandi föstudag, hinn 10. júní. Þau segja aðal breytinguna í aðdraganda keppninnar vera meira af liðaæfingum. „Við gerum mun meira af liðaæfingum, alveg fimm sinnum í viku, sem krefjast samhæfingar og samskipta milli liðsmanna. Svo tökum við einn virkan hvíldardag þar sem við erum sjálf annað hvort að hlaupa, hjóla eða synda.“ Þar að auki passa þau að næra sig vel ásamt því að ná 7 til 8 tíma svefni á nóttu til að hámarka endurheimt. „Við förum reglulega í sjúkraþjálfun og gerum mikið af teygjum. Við hitum líka betur upp til að minnka líkur á meiðslum,“ segja þau.
Liðsmennirnir eru með mismunandi styrkleika, en þau ná þó að vinna vel saman. „Sem heild vinnum við mjög vel saman og náum alltaf að sníða æfingarnar að hverjum og einum svo útkoman verði sem best fyrir liðið. Til dæmis þá gerir sá sem er góður í ákveðinni æfingu meira af henni svo hinir fái að hvíla, en við vinnum aðallega í kringum veikleika til að hámarka árangur í æfingunni.“
Aðspurð segja þau það hafa komið sér á óvart hversu mikilvægt það er að geta átt góð samskipti innan liðsins, bæði til að halda samhæfingu en líka til að segja til um hvernig þeim líður á miðri æfingu.
„Markmiðið er að gera okkar besta og hafa gaman. Evrópa er með mikið af sterkum liðum og mun mótið fara beint í reynslubankann okkar, en við erum eitt af yngstu og nýjustu liðunum. Hver veit nema við komum svo aftur enn sterkari á næsta ári með stærri markmið og komumst þá alla leið á Crossfit Games,“ segir liðið.