Þór tekinn við sem bæjarstjóri

Þór tekinn við sem bæjarstjóri

Á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar sem fór fram í gær var staðfest ráðning Þórs Sigurgeirssonar sem bæjarstjóra fyrir kjörtímabilið 2022 – 2026, að því er kemur fram í tilkynningu.

Þór tekinn við sem bæjarstjóri

Sveitarstjórnarkosningar 2022 | 9. júní 2022

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar.
Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Ljósmynd/Aðsend

Á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar sem fór fram í gær var staðfest ráðning Þórs Sigurgeirssonar sem bæjarstjóra fyrir kjörtímabilið 2022 – 2026, að því er kemur fram í tilkynningu.

Á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar sem fór fram í gær var staðfest ráðning Þórs Sigurgeirssonar sem bæjarstjóra fyrir kjörtímabilið 2022 – 2026, að því er kemur fram í tilkynningu.

Þór tekur við af Ásgerði Halldórsdóttur sem látið hefur af störfum eftir 20 ára starf í bæjarstjórn, þar af í 13 ár sem bæjarstjóri.

Á fundinum var jafnframt ákveðið að Ragnhildur Jónsdóttir muni gegna embætti forseta bæjarstjórnar og að Magnús Örn Guðmundsson verður formaður bæjarráðs.

Þór tekur við lyklunum frá Ásgerði.
Þór tekur við lyklunum frá Ásgerði. Ljósmynd/Aðsend

Þór gegndi embætti bæjarfulltrúa Seltjarnarnesbæjar á árunum 2006 til 2010. Hann var ennfremur formaður Umhverfisnefndar og fulltrúi Seltjarnarnesbæjar í stjórn Sorpu bs. Þór hefur starfað við sölu- og markaðsstörf undanfarin ár lengst af við vátryggingar fyrirtækja og einstaklinga. Nú síðustu ár sem sölu- og verkefnastjóri hjá Rými.

Faðir Þórs, Sigurgeir Sigurðsson var sveitar- og bæjarstjóri Seltjarnarness í röska fjóra áratugi og lengst allra sveitarstjórnarmanna.

„Mér þykir afar vænt um þessi tímamót og ég hlakka mikið til að starfa fyrir og með bæjarbúum og starfsfólki næstu árin. Sama má segja um samstarf við aðra bæjarfulltrúa og allt það góða fólk sem er að taka sæti í nefndum og ráðum bæjarins“ er haft eftir Þór í tilkynningu.

mbl.is