Ferðamaðurinn í Reynisfjöru látinn

Ferðamaðurinn í Reynisfjöru látinn

Erlendi ferðamaðurinn sem fór í sjóinn í Reynisfjöru eftir að alda hreif hann með sér, lést í gær. Hann var karlmaður á áttræðisaldri. Frá þessu greinir lögreglan á Suðurlandi.

Ferðamaðurinn í Reynisfjöru látinn

Banaslys í Reynisfjöru 10. júní | 11. júní 2022

Ferðamaðurinn sem lést var karlmaður á áttræðisaldri.
Ferðamaðurinn sem lést var karlmaður á áttræðisaldri. mbl.is

Erlendi ferðamaðurinn sem fór í sjóinn í Reynisfjöru eftir að alda hreif hann með sér, lést í gær. Hann var karlmaður á áttræðisaldri. Frá þessu greinir lögreglan á Suðurlandi.

Erlendi ferðamaðurinn sem fór í sjóinn í Reynisfjöru eftir að alda hreif hann með sér, lést í gær. Hann var karlmaður á áttræðisaldri. Frá þessu greinir lögreglan á Suðurlandi.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að eiginkona mannsins hafi einnig lent í sömu öldu en tókst fyrir snarræði nærstaddra sem komu til aðstoðar, að bjarga sér áður en hún sogaðist út í brimið. Hjónin voru í stærri hóp í skipulagðri ferð á vegum ferðaskrifstofu.

Björg­un­ar­sveit­ir á Suður­landi og í Vest­manna­eyj­um, ásamt björg­un­ar­skip­um- og bát­um, voru kallaðar út vegna slyssins.

Aðstæður til aðgerða úr landi voru erfiðar og hættulegar viðbragðsaðilum vegna mikils brims.

Útkall vegna slyss­ins barst klukk­an tutt­ugu mín­út­ur í fimm og rétt rúm­um klukku­tíma síðar var þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar kom­in á vett­vang. Maðurinn var hífður upp í þyrluna strax og hún kom á staðinn en reyndist þá látinn.

Fram kemur í tilkynningunni að unnið sé að rannsókn slyssins.
mbl.is