„Sú var tíðin að Vinstrihreyfingin – grænt framboð gaf sig út fyrir að vera flaggskip náttúruverndar hér á landi og tók það hlutverk alvarlega oftast nær,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þar sem hún spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um rammaáætlun.
„Sú var tíðin að Vinstrihreyfingin – grænt framboð gaf sig út fyrir að vera flaggskip náttúruverndar hér á landi og tók það hlutverk alvarlega oftast nær,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þar sem hún spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um rammaáætlun.
„Sú var tíðin að Vinstrihreyfingin – grænt framboð gaf sig út fyrir að vera flaggskip náttúruverndar hér á landi og tók það hlutverk alvarlega oftast nær,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þar sem hún spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um rammaáætlun.
Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt fram nefndarálit um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Héraðsvötn, sem eru í verndarflokki, verða færð í biðflokk, nái áætlunin fram að ganga.
Þórunn sagðist ekki skilja sinnaskipti VG í þessu máli og spurði Katrínu hvað hefði breyst: „Með hvaða rökum styðja Vinstri græn færslu Kjalölduveitu og virkjunarkostanna í Héraðsvötnum úr verndarflokki í biðflokk?“
Katrín benti á að rammaáætlun hefði nú verið lögð fram í fjórða skipti, af fjórða umhverfisráðherranum. „Aldrei hefur umfjöllun verið lokið, meðal annars vegna þeirrar gagnrýni þeirrar sem hér stendur,“ sagði Katrín.
Katrín sagði að Alþingi þyrfti að horfast í augu við það að ekki hafi tekist að ná saman um þennan áfanga rammaáætlunar í þau þrjú skipti sem hann hafi verið lagður fram.
„Þetta eru sex ár sem við höfum verið að ræða þetta mál og þetta þarf ekki að koma jafn mikið á óvart og einhverjir háttvirtir þingmenn telja í ljósi þess að í stjórnarsáttmála er sérstaklega talað um að eðlilegt sé að horfa til þess að biðflokkur verði stækkaður þannig að þetta sé gert í minni áföngum,“ sagði Katrín.