Dóttirin í 250 þúsund króna kjól

Beckham-fjölskyldan | 14. júní 2022

Dóttirin í 250 þúsund króna kjól

Harper Beckham, örverpi Beckham-hjónanna, klæddist rándýrum kjól þegar hún mætti með pabba sínum á viðburð í Óperuhúsinu í Feneyjum á Ítalíu í síðustu viku. 

Dóttirin í 250 þúsund króna kjól

Beckham-fjölskyldan | 14. júní 2022

David Beckham og Harper dóttir hans eru afar náin.
David Beckham og Harper dóttir hans eru afar náin. Skjáskot/Instagram

Harper Beckham, örverpi Beckham-hjónanna, klæddist rándýrum kjól þegar hún mætti með pabba sínum á viðburð í Óperuhúsinu í Feneyjum á Ítalíu í síðustu viku. 

Harper Beckham, örverpi Beckham-hjónanna, klæddist rándýrum kjól þegar hún mætti með pabba sínum á viðburð í Óperuhúsinu í Feneyjum á Ítalíu í síðustu viku. 

Feðginin héldust í hendur þegar þau gengu í átt að Óperuhúsinu til að fagna 180 ára afmæli bátasmiðjunnar Riva. Harper virtist glöð í bragði þegar hún sótti viðburðinn ásamt pabba sínum en kjóllinn sem hún klæddist er sagður hafa kostað 1600 sterlingspund. Það gera um 250 þúsund íslenskar krónur. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá.

Það er því engu til sparað þegar að heimasætan og einkadóttirin er annars vegar en við kjólinn var hún í strigaskóm frá tískurisanum Nike. Kjóllinn var gólfsíður og litríkur að sjá. Litirnir skiptust yfir því að vera appelsínu- og bleiktónaðir að ofan sem lýsast niður fyrir miðjan kjólinn og við tekur dökkfjólublár.  

David Beckham stóð undir nafni og klæddist hefðbundnum jakkafötum og lakkskóm. Hélt hann að sjálfsögðu í töffara ímyndina og bar eitursvöl sólgleraugu við.

mbl.is