Beint: Leggja til 6% lækkun í aflamarki þorsks

Hafrannsóknastofnun | 15. júní 2022

Beint: Leggja til 6% lækkun í aflamarki þorsks

Hafrannsóknastofnun kynnir í dag höfuðstöðvum úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár.

Beint: Leggja til 6% lækkun í aflamarki þorsks

Hafrannsóknastofnun | 15. júní 2022

Ráðgjöfin er kynnt í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Fornubúðum 5 í …
Ráðgjöfin er kynnt í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Hafrannsóknastofnun kynnir í dag höfuðstöðvum úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár.

Hafrannsóknastofnun kynnir í dag höfuðstöðvum úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár.

Hafrannsóknastofnun ráðleggur 6% lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2022/2023. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því lækkar ráðlagður heildarafli úr 222 .373 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 208. 846 tonn. Lækkunina nú má rekja til lækkunar á mati á viðmiðunarstofni í fyrra miðað við undanfarin ár og innbyggðrar sveiflujöfnunar í aflareglu. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Þorsteins Sigurðssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar.

Búist var við lækkun, en stofnunin gaf út á síðasta ári að þorskstofninn hafði verið ofmetinn. Án sveiflujöfnun í aflareglu hefði stofnunin lagt til að veiðin yrði minnkuð um 12% og að hámarksafli yrði 195.318 tonn.

 Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is