Fyrirsætan Hailey Bieber segir að eiginmaður sinn, Justin Bieber sé að verða betri með hverjum deginum, en hann opnaði sig nýlega um sjúkdómsgreiningu á sjaldgæfum taugasjúkdómi, Ramsey Hunt sem veldur útbrotum, eyrnaverkjum og lömun í andliti.
Fyrirsætan Hailey Bieber segir að eiginmaður sinn, Justin Bieber sé að verða betri með hverjum deginum, en hann opnaði sig nýlega um sjúkdómsgreiningu á sjaldgæfum taugasjúkdómi, Ramsey Hunt sem veldur útbrotum, eyrnaverkjum og lömun í andliti.
Fyrirsætan Hailey Bieber segir að eiginmaður sinn, Justin Bieber sé að verða betri með hverjum deginum, en hann opnaði sig nýlega um sjúkdómsgreiningu á sjaldgæfum taugasjúkdómi, Ramsey Hunt sem veldur útbrotum, eyrnaverkjum og lömun í andliti.
„Honum gengur mjög vel. Honum líður mikið betur en augljóslega var þetta mjög skelfilegt og óvænt að þetta skyldi gerast,“ sagði fyrirsætan í samtali við Good Morning America. Hún segir þau hjónin hafa fengið mikinn stuðning frá aðdáendum þeirra. „Hver einasta manneskja hefur sent góðar kveðjur og ráðleggingar á okkur. Þetta hefur verið alveg ótrúlegt.“
Aðeins þrír mánuðir eru síðan Hailey var sjálf flutt með hraði á sjúkrahús vegna blóðtappa við heila.
„Að fara í gegnum þetta mjög opinberlega fyrir framan fullt af fólki neyðir þig í raun til að vera opinn um hvað er að gerast svo fólk skilji hvað þú ert að ganga í gegnum. Ég held reyndar að það hafi opnað fyrir mörg mikilvæg og mögnuð samtöl,“ segir Hailey.