Mæla með bólusetningu barna undir fimm ára

Kórónuveiran Covid-19 | 16. júní 2022

Mæla með bólusetningu barna undir fimm ára

Hópur sérfræðinga á vegum matvæla og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) hefur einróma mælt með því að börn undir fimm ára verði bólusett gegn kórónuveirunni.

Mæla með bólusetningu barna undir fimm ára

Kórónuveiran Covid-19 | 16. júní 2022

Sjö ára drengur bólusettur gegn kórónuveirunni síðasta haust. Hingað til …
Sjö ára drengur bólusettur gegn kórónuveirunni síðasta haust. Hingað til hafa börn yngri en fimm ára ekki verið bólusett í bandaríkjnum. AFP/Scott Olson

Hópur sérfræðinga á vegum matvæla og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) hefur einróma mælt með því að börn undir fimm ára verði bólusett gegn kórónuveirunni.

Hópur sérfræðinga á vegum matvæla og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) hefur einróma mælt með því að börn undir fimm ára verði bólusett gegn kórónuveirunni.

Börn yngri en fimm ára er eini ald­urs­hóp­ur­inn sem enn hef­ur ekki feng­ist samþykki fyr­ir að láta bólu­setja í Banda­ríkj­un­um.

Búist er við því að formlegar heimildir fyrir bóluefni Moderna og Pfizer berist fljótlega og eru fyrstu bóluefnin væntanleg í byrjun næstu viku, rúmu einu og hálfu ári frá því að fyrstu bólusetningar gegn veirunni hófust.

Hópurinn verið hunsaður

„Þessi meðmæli fylla verulega óuppfyllta þörf yngsta hópsins sem hefur verið hunsaður,“ sagði Michael Nelson, prófessor í læknisfræði við háskólann í Virginíu, en hann var einn af þeim 21 sérfræðingum sem tók þátt í að taka ákvörðunina.

Peter Marks, vísindamaður hjá FDA, sagði að þrátt fyrir að rannsóknir sýndu að meirihluti barna hefði nú sýkst af kórónuveirunni, þá undirstrikaði há tíðni sjúkrahúsinnlagna meðal ungbarna og ungra barna þegar Ómíkrón-afbrigðið geisaði í vetur að brýn þörf er á bólusetningu.

480 börn látið lífið

480 börn á aldrinum 0-4 ára hafa látið lífið í Bandaríkjunum vegna kórónuveirusmits. Marks bendir á það séu töluvert fleiri en á slæmu flensutímabili.

Þá hafa 45.00 börn á sama aldursbili þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda og þar af var fjórðungur lagður inn á gjörgæslu.

Á Íslandi bjóðast börnum 5 ára og eldri að koma í bólusetningu að gefnu samþykki foreldris eða forráðamanns.

mbl.is