Vendingar í sveitarstjórn Flóahrepps

Sveitarstjórnarkosningar 2022 | 18. júní 2022

Vendingar í sveitarstjórn Flóahrepps

Vendingar hafa orðið í sveitarstjórn Flóahrepps en Elín Höskuldsdóttir, frambjóðandi T-listans, hefur fengið sæti í sveitarstjórninni þrátt fyrir að um þriðjungur kjósenda listans í sveitarstjórnarkosningunum í maí hefðu strikað yfir nafn hennar.

Vendingar í sveitarstjórn Flóahrepps

Sveitarstjórnarkosningar 2022 | 18. júní 2022

500 manns eru á kjörskrá í Flóahrepp á Suðurlandi.
500 manns eru á kjörskrá í Flóahrepp á Suðurlandi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vendingar hafa orðið í sveitarstjórn Flóahrepps en Elín Höskuldsdóttir, frambjóðandi T-listans, hefur fengið sæti í sveitarstjórninni þrátt fyrir að um þriðjungur kjósenda listans í sveitarstjórnarkosningunum í maí hefðu strikað yfir nafn hennar.

Vendingar hafa orðið í sveitarstjórn Flóahrepps en Elín Höskuldsdóttir, frambjóðandi T-listans, hefur fengið sæti í sveitarstjórninni þrátt fyrir að um þriðjungur kjósenda listans í sveitarstjórnarkosningunum í maí hefðu strikað yfir nafn hennar.

Elín kemur inn fyrir Sigurjón Andrésson, sem skipaði efsta sæti T-listans, en hann hefur verið ráðinn bæjarstjóri Hornarfjarðar.

Elín segir sætið leggjast vel í sig en kveðst ekki vilja tjá sig um útstrikanirnar né ástæður þeirra. Af þeim þeim 129 kjósendum sem greiddu T-listanum atkvæði sitt, strikuðu 38 yfir nafn Elínar, sem gera um 29,4%.

„Þetta er bara niðurstaða og svona er þetta bara,“ segir Elín.

Færðist upp um sæti

Í Flóahreppi eru 500 manns á kjörskrá og kaus 401, þannig að kjörsókn var 80,2%.

Sveitarstjórnin samanstendur af frambjóðendum T-listans og I-listans. Sá síðari sigraði í kosningunum og hlaut 255 atkvæði, alls þrjá menn kjörna. Fyrir hönd T-listans situr Harpa Magnúsdóttir, sem skipaði þriðja sæti í kosningunum, í sveitarstjórninni ásamt Elínu. Harpa tók sveitarstjórnarsætið í stað Elínar vegna fjölda yfirstrikana.

Fyrir hönd I-listans sitja þau Árni Eiríksson, Hulda Kristjánsdóttir og Walter Fannar Kristjánsson í sveitarstjórn Flóahrepps.

mbl.is