Bæjarstjórar sjaldnar pólitískir fulltrúar

Sveitarstjórnarkosningar 2022 | 20. júní 2022

Bæjarstjórar sjaldnar pólitískir fulltrúar

Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það algengan misskilning að bæjar- og sveitarstjórar séu oftast pólitískir fulltrúar vegna þess að við sjáum það frekar í stóru sveitarfélögunum, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjarstjórar sjaldnar pólitískir fulltrúar

Sveitarstjórnarkosningar 2022 | 20. júní 2022

Eva Marín Hlynsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Eva Marín Hlynsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það algengan misskilning að bæjar- og sveitarstjórar séu oftast pólitískir fulltrúar vegna þess að við sjáum það frekar í stóru sveitarfélögunum, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu.

Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það algengan misskilning að bæjar- og sveitarstjórar séu oftast pólitískir fulltrúar vegna þess að við sjáum það frekar í stóru sveitarfélögunum, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu.

„Sem kannski verður til þess að okkur finnst að þetta sé algengara,“ segir Eva og bendir á að síðustu ár hafi það yfirleitt verið um og yfir 40 sveitarfélög, eða meirihluti sveitarfélaga, sem ráða framkvæmdastjóra án þess að vera með kjörinn fulltrúa.

Eva segir það hafa aukist eftir hrun að ráða framkvæmdastjóra í sveitarfélög. Fyrir það hafi verið vinsælt að vera með pólitískan fulltrúa.

„Eitt af því sem gerist í hruninu er að það verður ákveðið óþol gagnvart stjórnmálamönnum og þá kemur þessi krafa upp um að fólk vilji faglegri nálgun á störf framkvæmdastjóra og með því er oft verið að tala um að fólk vilji fá einhvern fagmenntaðan,“ segir Eva.

Fleiri ráðnir í gegnum auglýsingar

Þá segir hún segir það hafa færst í aukana að þeir framkvæmdastjórar sem eru ráðnir séu ráðnir í gegnum auglýsingar fremur en að þeir séu handvaldir. 

Eva segir kröfuna oft vera að framkvæmdastjórinn hafi einhvers konar fagmenntun og sé ekki pólitískt tengdur. Með því að auglýsa vilji fólk meina að krafan sé uppfyllt.

„Það er samt ekkert alltaf þannig, það er alveg stundum ráðið fólk sem er með einhver pólitísk tengsl þó það sé í gegnum auglýsingu,“ bætir hún við.

Eva bendir einnig á að með þessu sé einnig hægt að nálgast fagþekkingu og að í mörgum minni sveitarfélögunum vanti kannski fólk í stjórnsýsluna með ákveðna menntun og reynslu af rekstri og stjórnun.

Boðleiðirnar styttast

Stóru sveitarfélögin, með 10.000 og fleiri íbúa, hafi hins vegar tilhneigingu til að vera með pólitíska kjörna fulltrúa sem bæjarstjóra.

Eva segir eina ástæðuna fyrir því að vera með kjörinn fulltrúa í þessari stöðu að þá styttast boðleiðirnar og tengslin verða miklu meiri „vegna þess að auðvitað hefur framkvæmdastjóri sem er ekki kjörinn fulltrúi ekki sama umboð til að taka ákvarðanir eins og sá sem er kjörinn fulltrúi“.

Að sögn Evu getur þú verið nokkuð viss um að ef þú talar við kjörinn fulltrúa sem er bæjarstjóri að hann sé með meirihlutann á bakvið sig. Á meðan að framkvæmdastjórar sem eru ekki kjörnir fulltrúar gætu þurft að ræða við meirihlutann áður en ákvarðanir eru teknar.

„Það er í rauninni hugmyndin að þetta sé skilvirkara og þannig náum við hraðari ákvörðanatöku og það er í rauninni ein af nálgunum,“ segir Eva.

mbl.is