Stenst stjórnarskrá að banna samkynja hjónabönd

Stenst stjórnarskrá að banna hjónabönd samkynja

Héraðsdómur í Osaka í Japan úrskurðaði í dag að það, að viðurkenna ekki samkynja hjónabönd, stæðist stjórnarskrá landsins og hafnaði þar með rökum þriggja samkynja para sem höfðuðu málið.

Stenst stjórnarskrá að banna hjónabönd samkynja

Réttindabarátta hinsegin fólks | 20. júní 2022

Frá gleðigöngu í Tókíó í apríl.
Frá gleðigöngu í Tókíó í apríl. AFP

Héraðsdómur í Osaka í Japan úrskurðaði í dag að það, að viðurkenna ekki samkynja hjónabönd, stæðist stjórnarskrá landsins og hafnaði þar með rökum þriggja samkynja para sem höfðuðu málið.

Héraðsdómur í Osaka í Japan úrskurðaði í dag að það, að viðurkenna ekki samkynja hjónabönd, stæðist stjórnarskrá landsins og hafnaði þar með rökum þriggja samkynja para sem höfðuðu málið.

Stjórnarskrá Japans kveður á um að „hjónaband skuli aðeins vera með gagnkvæmu samþykki beggja kynja“.

„Út frá sjónarhóli mannlegrar reisnar er nauðsynlegt að gera grein fyrir ávinningi þess að samkynja pör séu viðurkennd opinberlega,“ segir meðal annars í úrskurðinum. Þar var þó tekið fram að það væri ekki brot á stjórnarskránni að viðurkenna ekki hjónabönd þeirra.

Gagnstæð niðurstaða

Héraðsdómur í Sapporo í norðurhluta Japans komst að gagnstæðri niðurstöðu í fyrra og úrskurðaði að það að leyfa ekki hjónabönd samkynja para bryti í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnræði samkvæmt lögum.

Á undanförnum árum hafa sveitarfélög í Japan gert ráðstafanir til að viðurkenna staðfesta samvist samkynhneigðra en slíkri viðurkenningu fylgja ekki sömu réttindi og hjónabandi samkvæmt lögum.

Fleiri en tugur para höfðaði mál til að leita jafnréttis í hjónabandi árið 2020 fyrir héraðsdómstólum víðs vegar um Japan.

mbl.is