Ætla að rífa skólann í Uvalde

Skotárás í Uvalde í Texas | 22. júní 2022

Ætla að rífa skólann í Uvalde

Rífa á Robb grunnskólann í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum, að sögn borgarstjóra Uvalde. Byssumaður drap 19 nemendur og tvo kennara í skólanum í lok maímánaðar. Borgarstjórinn, Don McLaughlin, greindi frá þessu á spennuþrungnum fundi á þriðjudag. Þar kröfðust íbúar á svæðinu svara vegna skotárásarinnar. 

Ætla að rífa skólann í Uvalde

Skotárás í Uvalde í Texas | 22. júní 2022

Frá minningareiti við Robb grunnskólann.
Frá minningareiti við Robb grunnskólann. AFP

Rífa á Robb grunnskólann í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum, að sögn borgarstjóra Uvalde. Byssumaður drap 19 nemendur og tvo kennara í skólanum í lok maímánaðar. Borgarstjórinn, Don McLaughlin, greindi frá þessu á spennuþrungnum fundi á þriðjudag. Þar kröfðust íbúar á svæðinu svara vegna skotárásarinnar. 

Rífa á Robb grunnskólann í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum, að sögn borgarstjóra Uvalde. Byssumaður drap 19 nemendur og tvo kennara í skólanum í lok maímánaðar. Borgarstjórinn, Don McLaughlin, greindi frá þessu á spennuþrungnum fundi á þriðjudag. Þar kröfðust íbúar á svæðinu svara vegna skotárásarinnar. 

McLaughlin sagði ekki hvenær ætlunin væri að rífa skólann. 

„Það er minn skilningur, og ég hef rætt þetta mál við skólastjórann, er að skólinn verði rifinn. Þú getur aldrei beðið barn eða kennara um að fara aftur inn í þennan skóla,“ sagði McLaughlin. 

Tæplega 600 nemendur stunda nám í Robb grunnskólanum og eru börnin í öðrum, þriðja og fjórða bekk.

mbl.is