Örvar Bessason, 47 ára gamall fjölskyldufaðir, útskrifaðist af Háskólabrú Keilis á dögunum en hann hefur haft slæma upplifun af skólakerfinu og bjóst aldrei við því að fara aftur í nám.
Örvar Bessason, 47 ára gamall fjölskyldufaðir, útskrifaðist af Háskólabrú Keilis á dögunum en hann hefur haft slæma upplifun af skólakerfinu og bjóst aldrei við því að fara aftur í nám.
Örvar Bessason, 47 ára gamall fjölskyldufaðir, útskrifaðist af Háskólabrú Keilis á dögunum en hann hefur haft slæma upplifun af skólakerfinu og bjóst aldrei við því að fara aftur í nám.
„Skólaganga mín litaðist mjög mikið af því að ég er með ADHD sem enginn vissi hvað var á þeim tíma. Ég þótti einfaldlega óþekkur og vitlaus krakki sem gat ekki farið eftir neinu.
Þessi skilaboð höfðu þannig áhrif á sjálfsmyndina hjá mér að ég trúði því sjálfur að ég væri bara óþekkur og vitlaus. En um 40 árum síðar fékk ég greiningu og það mætti segja að 20 mínútum eftir að ég tók lyf við ADHD hafi allt líf mitt breyst,“ segir Örvar.
Örvar hefur að mestu starfað við matreiðslu bæði til sjós og lands. Hann lærði sjókokkinn fyrir um 30 árum síðan og starfaði sem kokkur á frystitogurum árum saman, en vann þess á milli á veitingastöðum í landi.
„Ég veit eiginlega ekkert skemmtilegra en að elda fallegan og góðan mat,“ segir hann.
„Ég var að vinna hjá kjötframleiðanda þegar Covid skellur á og er einn af þeim sem þurfti að hugsa hlutina upp á nýtt vegna þess hvernig atvinnumarkaðurinn og þá sérstaklega veitingageirinn varð illa úti við það að ferðamenn hættu að koma til landsins.“
Markmið Örvars er að læra guðfræði við Háskóla Íslands, en umsókn hans hefur þegar verið samþykkt. „Mig langaði einfaldlega að reyna að vera til gagns,“ segir Örvar um ástæðu þess að hann fór aftur í nám.
„Ég er einn af þeim sem þurfti að breyta um lífsstíl og lífsviðhorf, drakk of mikið og leið einfaldlega ekki vel. Eftir að ég hætti drykkju og náði að fóta mig aftur í lífinu langaði mig einfaldlega að hjálpa fólki til að eignast betra líf og til þess þarf ég að verða mér úti um réttu tækin til þess og mín leið er í gegnum guðfræði.“