Grilluð risarækju-tacos með maís, límónu, hrásalati og lárperu

Uppskriftir | 23. júní 2022

Grilluð risarækju-tacos með maís, límónu, hrásalati og lárperu

„Það er fátt sem mér þykir sumarlegra en grilluð risarækju-tacos. Hérna grilla ég líka maís með og sker svo kornin frá stönglinum, en maísinn verður extra sætur og góður svona grillaður,“ segir Snorri Guðmundsson, sem heldur úti hinu skemmtilega matarbloggi Mat & myndum.

Grilluð risarækju-tacos með maís, límónu, hrásalati og lárperu

Uppskriftir | 23. júní 2022

Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

„Það er fátt sem mér þykir sumarlegra en grilluð risarækju-tacos. Hérna grilla ég líka maís með og sker svo kornin frá stönglinum, en maísinn verður extra sætur og góður svona grillaður,“ segir Snorri Guðmundsson, sem heldur úti hinu skemmtilega matarbloggi Mat & myndum.

„Það er fátt sem mér þykir sumarlegra en grilluð risarækju-tacos. Hérna grilla ég líka maís með og sker svo kornin frá stönglinum, en maísinn verður extra sætur og góður svona grillaður,“ segir Snorri Guðmundsson, sem heldur úti hinu skemmtilega matarbloggi Mat & myndum.

Risarækjur virðast vera aðalhráefnið í sumar enda einstaklega góðar á grillið.

Sumarleg grilluð risarækju-tacos með maís, límónu, hrásalati og lárperu

Fyrir tvo
  • 450 g risarækjur
  • 1 tsk. cummín
  • 1 tsk. reykt paprika
  • 1 tsk. hvítlauksduft
  • 200 g hvítkál
  • 8 g kóríander
  • 1 stk. límóna
  • 1 stk. hvítlauksrif
  • 45 ml japanskt majónes / má vera venjulegt
  • 6 tortillavefjur litlar
  • 2 radísur
  • 1 lárpera
  • 1 maísstöngull

Aðferð:

  1. Affrystið rækjur og setjið í skál með skvettu af olíu, kummíni, reyktri papriku, hvítlauksdufti og salti eftir smekk. Látið marinerast í 30 mín. eða lengur.
  2. Sneiðið hvítkál mjög þunnt, helst með mandólíni (farið varlega!). Saxið kóríander. Setjið hvítkál og kóríander í skál með einu pressuðu hvítlauksrifi, berki af hálfri límónu og japönsku majónesi. Blandið vel saman og smakkið til með salti og límónusafa.
  3. Nuddið maísstöngul með olíu og saltið. Grillið í um 10 mín. samtals en snúið reglulega.
  4. Þræðið rækjur á grillpinna og grillið í um tvær mínútur á hvorri hlið.
  5. Sneiðið lárperu og radísur. Skerið maísbaunirnar frá stönglinum.
  6. Raðið saman hvítlaukslímónu, hrásalati, rækjum, maís, lárperu og radísum. Toppið með uppáhalds „hot“-sósunni ykkar.
  7. Berið fram – þetta getur ekki klikkað!
mbl.is