„Mun hjálpa til við að vernda Bandaríkjamenn“

Skotárás í Uvalde í Texas | 24. júní 2022

„Mun hjálpa til við að vernda Bandaríkjamenn“

Bandarískir öldungadeildarþingmenn lögðu fram frumvarp seint í gær sem snýr að faraldri byssuofbeldis í landinu. Í frumvarpinu er að finna nýjar takmarkanir á meðhöndlun skotvopna og áætlun um að verja milljörðum dollara í geðheilbrigðismál og skólaöryggi. 

„Mun hjálpa til við að vernda Bandaríkjamenn“

Skotárás í Uvalde í Texas | 24. júní 2022

Biden fagnar frumvarpinu, jafnvel þó að það gangi ekki jafn …
Biden fagnar frumvarpinu, jafnvel þó að það gangi ekki jafn langt og hann hefði viljað. AFP

Bandarískir öldungadeildarþingmenn lögðu fram frumvarp seint í gær sem snýr að faraldri byssuofbeldis í landinu. Í frumvarpinu er að finna nýjar takmarkanir á meðhöndlun skotvopna og áætlun um að verja milljörðum dollara í geðheilbrigðismál og skólaöryggi. 

Bandarískir öldungadeildarþingmenn lögðu fram frumvarp seint í gær sem snýr að faraldri byssuofbeldis í landinu. Í frumvarpinu er að finna nýjar takmarkanir á meðhöndlun skotvopna og áætlun um að verja milljörðum dollara í geðheilbrigðismál og skólaöryggi. 

Talið er næstum því víst að fulltrúadeild bandaríska þingsins muni samþykkja frumvarpið í dag. Umbæturnar standast þó hvorki kröfur talsmanna um skotvopnaöryggi né kröfur Joes Bidens Bandaríkjaforseta. Þeim hefur samt sem áður verið fagnað sem byltingu eftir tæplega 30 ára aðgerðaleysi þingsins í þessum málaflokki. 

„Þessi tveggja flokka löggjöf mun hjálpa til við að vernda Bandaríkjamenn,“ sagði Biden í yfirlýsingu skömmu eftir atkvæðagreiðslu í öldungadeildinni. 

„Krakkar verða öruggari í skólum og samfélögum vegna þessa.“

50 demókratar og 15 repúblikanar samþykktu frumvarpið í öldungadeildinni. Þar er m.a. að finna ákvæði um ítarlegri bakgrunnsskoðun á fólki sem er undir 21 árs við kaup skotvopna.

mbl.is