Hvernig væri að hjóla um Austurland?

Ferðumst innanlands | 27. júní 2022

Hvernig væri að hjóla um Austurland?

Hjólasportið hefur notið vaxandi vinsælda á síðustu árum og hér á Austurlandi eru frábærar leiðir, sem hjólandi fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Það er ekki síst fyrir tilstilli áhugasamra einstaklinga að búnar hafa verið til þó nokkrar sérstakar hjólaleiðir og eru uppi hugmyndir um enn frekari þróun hjólaleiða í landshlutanum.

Hvernig væri að hjóla um Austurland?

Ferðumst innanlands | 27. júní 2022

Hjólað í Hallormstaðaskógi
Hjólað í Hallormstaðaskógi Ljósmynd/LocalIcelander

Hjóla­sportið hef­ur notið vax­andi vin­sælda á síðustu árum og hér á Aust­ur­landi eru frá­bær­ar leiðir, sem hjólandi fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Það er ekki síst fyr­ir til­stilli áhuga­samra ein­stak­linga að bún­ar hafa verið til þó nokkr­ar sér­stak­ar hjóla­leiðir og eru uppi hug­mynd­ir um enn frek­ari þróun hjóla­leiða í lands­hlut­an­um.

Hjóla­sportið hef­ur notið vax­andi vin­sælda á síðustu árum og hér á Aust­ur­landi eru frá­bær­ar leiðir, sem hjólandi fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Það er ekki síst fyr­ir til­stilli áhuga­samra ein­stak­linga að bún­ar hafa verið til þó nokkr­ar sér­stak­ar hjóla­leiðir og eru uppi hug­mynd­ir um enn frek­ari þróun hjóla­leiða í lands­hlut­an­um.

Borg­ar­fjörður eystri og Víkna­slóðir

Víkna­slóðir hafa lengi verið þekkt­ar sem af­bragðsgöngu­svæði en þar er líka hægt að hjóla. Til­valið er að hjóla veg­ina á milli skál­anna í Breiðuvík, Húsa­vík og Loðmund­arf­irði og upp­lifa eyðivík­ur og ein­staka nátt­úru á hjóli. Einnig hafa Árni Magnús Magnús­son og Linds­ey Lee, eig­end­ur Fjarðar­hjóla, verið að byggja upp sér­staka hjóla­leið á Borg­ar­f­irði eystra.

Hallormstaðaskógur er þakinn fallegum gróðri
Hall­ormstaðaskóg­ur er þak­inn fal­leg­um gróðri Ljós­mynd/​LocalIceland­er

Hall­ormsstaðaskóg­ur

Hall­ormsstaðaskóg­ur er þekkt nátt­úrup­ara­dís og sér­lega vænn gisti- og áfangastaður fyr­ir fjöl­skyld­ur á ferð. Þar eru frá­bær­ar göngu­leiðir við allra hæfi en líka spenn­andi hjóla­leiðir sem hafa verið í þróun und­an­far­in ár. Þar má ann­ars veg­ar nefna Hall­orm, þægi­lega leið sem hent­ar allri fjöl­skyld­unni og eða þeim sem leggja áherslu á að njóta um­hverf­is­ins. Hin leiðin er tækni­legri og tek­ur aðeins meira á. Hún hefst við Hall­ormsstaðaskóla og er hjólað þaðan í Bjarg­sels­botna. Við mæl­um ein­dregið með því að gefa sér smá tíma við vatnið sem er mjög fal­leg­ur án­ing­arstaður. Lengd leiðar­inn­ar er um það bil 5 km og er heild­ar­hækk­un um 300 metr­ar.

Fljóts­dal­ur

Í Fljóts­dal er ný og krefj­andi hjóla­leið um Rana­skóg. Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna hér og hjá HEL fjalla­hjóla­leiðum í Fljóts­dal.

Brimnes við Seyðisfjörð
Brim­nes við Seyðis­fjörð Ljós­mynd/​Jessica­Au­er

Seyðis­fjörður

Á Seyðis­firði eru skemmti­leg­ar hjóla­leiðir. Helst er að nefna veg­inn að út­sýn­ispall­in­um á Bjólfi. Best er að leggja á bíla­stæði þar sem göngu­leiðin hefst rétt fyr­ir neðan skíðasvæðið Staf­dal. Þaðan er hjólað eft­ir slóða upp í um það bil 600 m hæð, eft­ir mal­ar­slóða sem hent­ar jafnt fjalla- og mal­ar­hjól­um. Frá út­sýn­ispall­in­um er stór­feng­legt út­sýni yfir fjörðinn. Hægt er að hjóla svo til alla leiðina upp, þar sem veg­ur­inn er frek­ar aflíðandi. Þarf ekki að nefna að leiðin er mjög skemmti­leg. Önnur skemmti­leg leið ligg­ur út í Brim­nes, sem er norðan meg­in fjarðar. Ef þú hef­ur næg­an tíma mæl­um við með því að hjóla alla leið úr bæn­um, ca 17 km en ef það hent­ar ekki er hægt að leggja við Vest­dals­eyri eða Selstaði og hjóla þaðan. Við Selstaði tek­ur við gam­all slóði sem ligg­ur í Brim­nes og er sam­bland af möl, grasböl­um og veg­slóða. Þriðja og síðasta leiðin sem við vilj­um nefna í Seyðis­firði ligg­ur frá bæn­um og að Skála­nes­bjargi. Leiðin ligg­ur um mal­ar­veg alla leið og hent­ar mal­ar­hjól­un­um ein­stak­lega vel, þó eru tveir stutt­ir „single track“ kafl­ar sem þarf að hjóla til að kom­ast að göngu­brúm. Í Skála­nes­bjargi er fjöl­skrúðugt fugla­líf og ef þú ert hepp­in/-​n gæt­ir þú hitt lunda.

Fáskrúðsfjörður í Fjarðarbyggð er gleður augað hjá hjólreiðarfólki
Fá­skrúðsfjörður í Fjarðarbyggð er gleður augað hjá hjól­reiðarfólki Ljós­mynd/​Jessica­Au­er

Fá­skrúðsfjörður

Í Fá­skrúðsfirði er fal­leg og skemmti­leg leið með miklu út­sýni út fjörðinn. Leiðin ligg­ur yfir Staðarsk­arð í Fá­skrúðsfirði. Hægt er að hjóla út að Höfðahús­um (norðan meg­in í firðinum) og upp fjallið rétt fyr­ir utan bæ­inn Höfðahús. Þar ferðu upp og yfir fjallið og kem­ur niður í Kol­múla í Reyðarf­irði. Þaðan er hægt að hjóla eft­ir veg­in­um til Reyðarfjarðar eða hjólað aft­ur til Fá­skrúðsfjarðar með því að hjóla í gegn­um skriðurn­ar, þaðan sem njóta má stór­brot­ins út­sýn­is yfir hafið, And­ey, Seley og Skrúð.

Skrúður rís bratt úr hafi aust­an Fá­skrúðsfjarðar, sem hét fyrr­um Skrúðsfjörður. Tvær grasi vaxn­ar eyj­ar, And­ey og Æðar­sker, eru nokkru inn­ar og Seley með fimm hólm­um er und­an Reyðarf­irði.

Vatt­ar­nes

Fal­leg leið frá Reyðarf­irði til Fá­skrúðsfjarðar um Vatt­ar­nes. Leiðin er um það bil 60 km löng og er á bundnu slit­lagi fyr­ir utan stutt­an mal­arkafla. Leiðin hent­ar vel til að njóta út­sýn­is og er ekki krefj­andi þar sem hún er öll á lág­lendi.

Einnig mætti nefna leiðina í Vöðla­vík, Viðfjörð og Karls­skála en þá er jeppa­slóðum fylgt alla leið og fyr­ir hjóla­fólk sem hef­ur gam­an af að hjóla upp í móti, mæl­um við með leiðinni til Mjóa­fjarðar.

Hjólreiðaleið í Skálanesi
Hjól­reiðaleið í Skála­nesi Ljós­mynd/​Ingvi Örn

Tour de Orm­ur­inn

Götu­hjól­reiðakeppn­in Tour de Orm­ur­inn er hald­in ár­lega í ág­úst. Hjólað er í kring­um Lag­ar­fljót og eru tvær leiðir í boði – 68 km og 103 km. Keppt er í ein­stak­lings- og liðakeppni, ung­linga- og full­orðins­flokki. Fólk sem hef­ur gam­an af keppn­um ætti ekki að láta þetta fram­hjá sér fara. 

mbl.is