7 skemmtilegir staðir á Vesturlandi

Ferðumst innanlands | 28. júní 2022

7 skemmtilegir staðir á Vesturlandi

Þeir sem ætla að heimsækja Vesturland í sumar hafa úr nægri dægradvöl að velja. Hér eru nokkrir staðir til að heimsækja en listinn er þó engan veginn tæmandi. 

7 skemmtilegir staðir á Vesturlandi

Ferðumst innanlands | 28. júní 2022

Guðlaug á Langasandi.
Guðlaug á Langasandi.

Þeir sem ætla að heimsækja Vesturland í sumar hafa úr nægri dægradvöl að velja. Hér eru nokkrir staðir til að heimsækja en listinn er þó engan veginn tæmandi. 

Þeir sem ætla að heimsækja Vesturland í sumar hafa úr nægri dægradvöl að velja. Hér eru nokkrir staðir til að heimsækja en listinn er þó engan veginn tæmandi. 

Búðir Snæfellsnesi

Á Búðum er mikil náttúrufegurð. Þar má finna gullnar sandfjörur og úfið hraun með miklum gróðri og fallegu fuglalífi. Fjallasýnin er falleg frá Búðum og skartar Snæfellsjökull þar sínu fegursta.

Á Hótel Búðum eru björt og nútímaleg herbergi sem flest eru með sturtu eða baðkari. Á veitingahúsi hótelsins má finna girnilegt sjávarfang og lambakjötsrétti sem bornir eru fram í notalegri borðstofunni.

Guðlaug á Langasandi

Á Langasandi er hægt að baða sig í sjónum og njóta útsýnisins í Guðlaug sem er náttúrulaug á þremur hæðum. Þriðja hæðin er útsýnispallur. Á annarri hæð er heit setlaug og sturtur ásamt tækjarými og á fyrstu hæð er grunn vaðlaug. Á milli hæðanna eru tröppur sem einnig mynda tengingu á milli bakkans og fjörunnar. Guðlaug er opin allt árið um kring.

Englendingavík

Á fallegum stað í eldri bæjarhluta Borgarness liggur friðsæl og falleg vík sem heitir Englendingavík. Þar ríkir ró og friður sem eingöngu er rofinn af fuglasöng og sjávarnið.

Veitingahúsið Englendingavík býður upp á góðan mat í afslöppuðu umhverfi. Á matseðlinum má finna sjávarfang og lamb. Úr veitingahúsinu er afar fallegt útsýni út á sjóinn og nærliggjandi eyjar og sker sem iða af fuglalífi og gaman er að fylgjast með flóði og fjöru úr veitingasalnum.

Englendingavík í Borgarnesi.
Englendingavík í Borgarnesi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Krauma

Skammt norðan Deildartunguhvers standa Krauma-náttúrulaugar. Náttúrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn, beint úr Deildartunguhver, sem kælt er með vatni undan öxlum Oks. Laugarnar eru sex talsins; fimm heitar og ein köld. Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið heldur er hreinleiki þess tryggður með mjög miklu rennsli í laugarnar.

Húsafell Giljaböð

Húsafell Giljaböð bjóða upp á ferðir með leiðsögn í hálendisslökun í einstökum giljaböðum.

Ferðin hefst í afþreyingarmiðstöðinni Húsafelli þaðan sem ekið er að Deildargili. Á leiðinni er fræðst um endurnýjanlega orku og farið yfir bráðnandi jökulvatn úr jöklinum Oki svo eitthvað sé nefnt. Ferðin tekur tæpar tvær klukkustundir.

Háafell – geitfjársetur

Á Háafelli er unnið að verndun og viðhaldi geitastofnsins. Gestir fá góðar móttökur hjá geitunum, sem eru mjög mannelskar. Boðið er upp á frítt kaffi og te á staðnum auk þess sem gestir fá smakk af geitaostum og pylsu úr geitakjöti auk annarra afurða.

Hægt er að taka geitur í fóstur og taka þannig þátt í að vernda stofninn.

B59 hótel

B59 er fjögurra stjörnu hótel með notalegri gistingu, veitingastað og heilsulind á Vesturlandi. Snorri veitingastaður og bar er opinn alla daga og hægt að borða þar morgunmat og kvöldmat.

mbl.is