Kjúklingarétturinn sem reddar deginum

Uppskriftir | 28. júní 2022

Kjúklingarétturinn sem reddar deginum

Hér erum við með fullkominn rétt á degi sem þessum þar sem veðrið leikur ekki við okkur. Hann kemur úr smiðju Berglindar Guðmunds á GRGS og eins og við vitum öll þá klikkar hún ekki.

Kjúklingarétturinn sem reddar deginum

Uppskriftir | 28. júní 2022

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Hér erum við með fullkominn rétt á degi sem þessum þar sem veðrið leikur ekki við okkur. Hann kemur úr smiðju Berglindar Guðmunds á GRGS og eins og við vitum öll þá klikkar hún ekki.

Hér erum við með fullkominn rétt á degi sem þessum þar sem veðrið leikur ekki við okkur. Hann kemur úr smiðju Berglindar Guðmunds á GRGS og eins og við vitum öll þá klikkar hún ekki.

Kjúklinga enchiladas með sýrðum rjóma og cheddar osti

  • 1 1/2 kjúklingabringa
  • 2 msk. taco krydd
  • 1/4 laukur, saxaður
  • 1 dós 36% sýrður rjómi frá Gott í matinn
  • 1 poki cheddar ostur frá Gott í matinn
  • 8 litlar tortillur

Enchilada sósa:

  • 1 dós tómatar
  • 60 ml vatn
  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 tsk. eplaedik
  • 2 tsk. chilíduft
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 1 tsk. cumin
  • 1/4 tsk. chipotle (eða reykt paprika)
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 1 tsk. oregano

Leiðbeiningar

  1. Þerrið kjúklinginn og kryddið með taco kryddi. Eldið í 180°c heitum ofni í um 30 mínútur eða þar til eldað í gegn. Takið úr ofni og rífið niður með tveimur göfflum.
  2. Blandið sýrðum rjóma, lauk og 2 dl af cheddar osti saman við kjúklinginn.
  3. Fyllið vefjurnar með blöndunni og látið í ofnfast mót.
  4. Látið öll hráefni fyrir sósuna í matvinnsluvél/blandara og maukið. Hellið sósu yfir tortillurnar (magn að eigin smekk).
  5. Látið í 180°C heitan ofn í um 30 mínútur. Setjið þá cheddar ost yfir og eldið í 10-15 mínútur til viðbótar.
mbl.is