Koma upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru

Ferðamenn á Íslandi | 29. júní 2022

Koma upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru

Unnið er nú að því að koma upp viðvörunarkerfi með blikkljósum í Reynisfjöru. Verkefnið er að fullu fjármagnað og byggist á tillögum Vegagerðarinnar, sem voru tilbúnar fyrir rúmum tveimur árum. Þetta segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við Morgunblaðið.

Koma upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru

Ferðamenn á Íslandi | 29. júní 2022

mbl.is/Jónas Erlendsson

Unnið er nú að því að koma upp viðvörunarkerfi með blikkljósum í Reynisfjöru. Verkefnið er að fullu fjármagnað og byggist á tillögum Vegagerðarinnar, sem voru tilbúnar fyrir rúmum tveimur árum. Þetta segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við Morgunblaðið.

Unnið er nú að því að koma upp viðvörunarkerfi með blikkljósum í Reynisfjöru. Verkefnið er að fullu fjármagnað og byggist á tillögum Vegagerðarinnar, sem voru tilbúnar fyrir rúmum tveimur árum. Þetta segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við Morgunblaðið.

Vinnuhópur á vegum Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur þáverandi ferðamálaráðherra vann tillögurnar en verkefnið rann út í sandinn eftir að ágreiningur skapaðist um útfærslu þess milli nokkurra landeigenda og stjórnvalda.

Nú hafa stjórnvöld aftur á móti rætt að nýju við þá landeigendur og hefur vinnuhópur aftur hafið störf sem útfærir tillögurnar. Viðvörunarfánar verða settir upp auk blikkljósa sem munu gefa ljósmerki þegar mest brim er í fjörunni. Ekki er ljóst hvort til stendur að nýta lokunarheimildir í lögum og loka fjörunni þegar hún telst hættuleg.

Fjölmargir ferðamenn voru í Reynisfjöru í gær, þegar fréttaritari blaðsins kom þar við, og nýttu þeir sér gott veður til að skoða sig um eins og sjá má. Lítil alda var og lágsjávað.

mbl.is