Það er meistari Berglind Guðmunds á GRGS.is sem á heiðurinn að þessum einfalda en æðislega rétt sem tikkar í öll box.
Það er meistari Berglind Guðmunds á GRGS.is sem á heiðurinn að þessum einfalda en æðislega rétt sem tikkar í öll box.
Sex hráefna pastaréttur sem slær í gegn
Fyrir 4
- 4 msk. ólífuolia
- 250 g sveppir, sneiddir
- sjávarsalt
- 2 skarlottlaukar, smátt saxaðir
- 500 g spaghetti
- 120 ml rjómi frá Gott í matinn
- 1/2 búnt steinselja, smátt skorin
- 1/2 sítróna, safi og fínrifinn börkur
- 2 msk. smjör
- 1 dl rifinn parmesanostur
- svartur pipar
Leiðbeiningar
- Látið olíu á pönnu og steikið sveppina í um 5 mínútur eða þar til þeir eru orðnir gylltir og stökkir á báðum hliðum. Saltið og bætið skarlottlauknum saman við og steikið þar til hann er farinn að mýkjast.
- Sjóðið pasta í saltvatni þar til það er farið að mýkjast en ekki orðið alveg mjúkt. Takið pastað með töngum og færið yfir á pönnuna, ásamt 240 ml af pastavatni og rjóma. Látið malla við miðlungshita í nokkrar mínútur þar til sósan er farin að þykkna.
- Takið af hitanum og bætið sítrónusafa, sítrónuberki, steinselju og parmesan saman við.
- Piprið ríflega og njótið vel.