Elsku Bogmaðurinn minn,
Elsku Bogmaðurinn minn,
Elsku Bogmaðurinn minn,
þú ert svo stórkostlegur en samt svo óvenjuleg týpa. Júpiter er þín pláneta sem færir þér svo mikla lukku og heppni svo það er engin ástæða til að hafa áhyggjur. Það hafa verið ýmsar hindranir hjá þér undanfarið og þær eru að segja þér að þú sért jafnvel ekki á þeim stað sem er bestur fyrir þig. Það er eins og þú þurfir bara að breyta bara örlitlu til þess að allt annað breytist sjálfkrafa. Svona eins og þegar þú togar í spotta kveikna öll ljós.
Það er margt að fara til fortíðar og það verða endalok á mörgu sem þú kannski bjóst ekki við, en það verður samt allt í lagi með allt. Þú finnur nefnilega lausnina á því sem þig vanhagar um og þó að þú dettir svolítið í það að vera dapur, þá er það líka eðlileg tilfinning.
Vegna þess að það er að koma til þín nýtt upphaf og upprisa á svo mörgu að þú munt hreinlega ekki trúa því hvað eða hvernig það hefur gerst. Þú þarft að leyfa þér að gefa þér tíma til að njóta þess, Já njóta þess að vera einn í náttúrunni og að anda að þér því súrefni sem þig vantar. Það kostar alls ekki neitt, en þar verðurðu fyrir þeim hughrifum að magna upp mátt þinn.
Þegar ég var ung þá samdi ég þetta vísukorn sem passar svo vel inn í spána þína elsku Bogmaðurinn minn. Trúðu á mátt þinn og megin, trúðu að sá máttur sé þinn eigin, vertu lífinu feginn, þá ratarðu rétta veginn.
Þú ert mun viðkvæmari en þú virðist vera og þú upplifir hlutina svo sterkt. Eins og til dæmis, þá ertu mjög lyktnæmur og mjög næmur á umhverfi þitt, en gætir líka dregið rangar ályktanir og verið of tortrygginn gagnvart fólki í kringum þig. Þetta er líka vegna þess að þú hefur svo ævintýraríkan heila og ert búinn að semja söguna um hvað fólk er að hugsa og hvað það muni gera, áður en það gerist. Þetta segir þér líka að skapandi störf eru það sem þú þarft að tileinka þér og helst að vera það sjálfstæður og þú getur. Því í þessu er lykilllinn fólginn að þessum óstöðvandi lífskrafti sem er í kringum þig.
Knús og kossar,
Sigga Kling