Lúxus-grillspjót með chimichurri

Uppskriftir | 1. júlí 2022

Lúxus-grillspjót með chimichurri

„Fátt er betra en grillspjót með góðu meðlæti og þessi tilteknu spjót tróna á toppnum hjá mér. Ég nota í þau nautalund svo hver einasti biti sé meyr og góður og marinera svo upp úr einfaldri rósmarín-hvítlauksmarineringu í að minnsta kosti 30 mínútur en helst í um fjóra tíma, segir Snorri Guðmundsson meistarakokkur sem heldur úti matarblogginu Mat & myndum.

Lúxus-grillspjót með chimichurri

Uppskriftir | 1. júlí 2022

Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

„Fátt er betra en grillspjót með góðu meðlæti og þessi tilteknu spjót tróna á toppnum hjá mér. Ég nota í þau nautalund svo hver einasti biti sé meyr og góður og marinera svo upp úr einfaldri rósmarín-hvítlauksmarineringu í að minnsta kosti 30 mínútur en helst í um fjóra tíma, segir Snorri Guðmundsson meistarakokkur sem heldur úti matarblogginu Mat & myndum.

„Fátt er betra en grillspjót með góðu meðlæti og þessi tilteknu spjót tróna á toppnum hjá mér. Ég nota í þau nautalund svo hver einasti biti sé meyr og góður og marinera svo upp úr einfaldri rósmarín-hvítlauksmarineringu í að minnsta kosti 30 mínútur en helst í um fjóra tíma, segir Snorri Guðmundsson meistarakokkur sem heldur úti matarblogginu Mat & myndum.

Hér er á ferðinni einstaklega bragðgóður spariréttur sem hittir alltaf í mark enda bragðsamsetning sem getur ekki klikkað. „Með þessu geri ég chimichurri en eins og matgæðingar vita getur chimichurri ekki klikkað með grilluðu kjöti.

Lúxus-nautagrillspjót með chimichurri

Fyrir 3-4:
  • 800 g nautalund, skorin í 4 cm bita
  • 6 grillpinnar
  • 1 rauðlaukur
  • 1 rauð paprika
  • 2 stilkar rósmarín
  • 5 hvítlauksrif /18 g
  • 120 ml ólífuolía
  • 30 g breiðblaða steinselja
  • 10 g kóríander
  • ¾ tsk. þurrkað óreganó
  • ½ tsk. chiliflögur (eða eftir smekk)
  • 1 sítróna

Aðferð:

  1. Leggið grillspjótin í bleyti í 60 mín. áður en á að elda svo viðurinn brenni síður.
  2. Tínið rósmarínlaufin af stilknum og saxið smátt. Við viljum vera með sirka 2 msk. af söxuðu rósmaríni.
  3. Setjið kjötið í skál ásamt skvettu af olíu, söxuðu rósmaríni, 3 pressuðum hvítlauksrifjum (12 g) og 1 msk. af flögusalti. Blandið vel saman og látið marinerast í a.m.k. 30 mín.
  4. Saxið steinselju og kóríander mjög smátt. Setjið í skál ásamt 120 ml ólífuolíu, chiliflögum, óreganó, 1½ pressuðu hvítlauksrifi (6 g) og 1 tsk. af flögusalti. Kreistið um 1 msk. af sítrónusafa saman við og smakkið svo til með meiri hvítlauk, salti og sítrónusafa ef þarf. Gott er að láta sósuna standa í a.m.k. hálftíma.
  5. Hitið grill upp í 200°C.
  6. Skerið lauk og papriku í bita svipaða að stærð og kjötið. Þræðið kjöt, lauk og papriku til skiptis á grillspjótin og grillið í um 10 mín. en snúið á 2,5 mín. fresti.
  7. Berið spjótin fram með t.d. grilluðum maís og sætum kartöflum.
mbl.is