Neitar að hafa kúgað eða hótað þremenningunum

Vítalía stígur fram | 1. júlí 2022

Neitar að hafa kúgað eða hótað þremenningunum

Arnar Grant neitar því að hafa hótað eða kúgað nokkur mann, en fyrir viku síðan lögðu Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson fram kæru á hendur Vítal­íu Lazarevu og Arn­ari til héraðssak­sókn­ara fyr­ir til­raun til fjár­kúg­un­ar, hót­an­ir og brot gegn friðhelgi einka­lífs­ins.

Neitar að hafa kúgað eða hótað þremenningunum

Vítalía stígur fram | 1. júlí 2022

Arnar Grant.
Arnar Grant. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnar Grant neitar því að hafa hótað eða kúgað nokkur mann, en fyrir viku síðan lögðu Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson fram kæru á hendur Vítal­íu Lazarevu og Arn­ari til héraðssak­sókn­ara fyr­ir til­raun til fjár­kúg­un­ar, hót­an­ir og brot gegn friðhelgi einka­lífs­ins.

Arnar Grant neitar því að hafa hótað eða kúgað nokkur mann, en fyrir viku síðan lögðu Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson fram kæru á hendur Vítal­íu Lazarevu og Arn­ari til héraðssak­sókn­ara fyr­ir til­raun til fjár­kúg­un­ar, hót­an­ir og brot gegn friðhelgi einka­lífs­ins.

Þau eru kærð fyrir að hafa farið fram á samtals 150 milljónir króna frá mönnunum þremur gegn því að Vítalía falli frá því að kæra mennina fyrir kynferðisbrot.

Í viðtali við Rúv sagði Arnar að kæran hefði komið honum mjög á óvart. 

Þá sagði hann að það hefði verið að frumkvæði þreminninganna að ná sátt í málinu. 

„Ég fór með Vítalíu á tvo fundi með lögmanni, sem sá um einhverskonar sátt fyrir hennar hönd. Það var rætt um alls konar fjárhæðir í einkaskilaboðum fram og tilbaka,“ sagði Arnar og bætti við að hann vissi ekki hvort það hefði verið fram á þessar fjárhæðir við mennina þrjá. 

Sakar Vítalíu um að hafa logið um kynferðislegan greiða

Málið snert­ir sam­kvæmi í sum­ar­bú­stað í Skorra­dal í októ­ber 2020 en eins og áður hef­ur komið fram í fjöl­miðlum hef­ur Vítal­ía sagt að brotið hafi verið á henni í sam­kvæm­inu.

Arnar sagði í viðtalinu að brotið hefði verið á Vítalíu eftir að hann fór úr heitum potti, þar sem allir hefðu verið naktir. Spurður út í ásökun Vítalíu um að Arnar hefði keypt þögn annars manns með kynferðislegum greiða sagðist Arnar aldrei hafa boðið neinum að snerta Vítalíu.

Vítalía lýsti því í hlaðvarpsþætt­in­um Eig­in kon­ur að Arnar hefði leyft Loga Bergmann fjölmiðlamanni að brjóta á sér í golfferð.

Arnar sagði Vítalíu ekki segja rétt frá.

Hafi skammast sín

Spurður af hverju hann hefur ekki stigið fyrr fram sagði Arnar að hann hefði skammast sín. 

„Ég gat ekki farið að blaðra í viðtölum, það var svo margt sem var haldið fram. Hvar átti ég að byrja að vinda ofan af þessu? Skaðinn var skeður og ég vildi hlífa fjölskyldunni minni og öðrum.“

Arnar sagði að ásakanirnar hefðu verið svo þungar að hann ætti ekki von á að honum yrði trúað. Þá hafi andrúmsloftið í samfélaginu ekki verið vinveitt. 

„Ég vildi náttúrulega alls ekki fara í einhvern leðjuslag.“

mbl.is