Tvíburarnir: hugur þinn jafntær og líkami þinn

Stjörnuspá Siggu Kling | 1. júlí 2022

Tvíburarnir: hugur þinn jafntær og líkami þinn

Elsku hjartans Tvíburinn minn,

Tvíburarnir: hugur þinn jafntær og líkami þinn

Stjörnuspá Siggu Kling | 1. júlí 2022

Elsku hjartans Tvíburinn minn,

Elsku hjartans Tvíburinn minn,

þú þarft að hafa ljós og mikið rými, helst töluverða lofthæð því þá líður þér best. Það eru miklar breytingar búnar að vera hjá þér og miklar breytingar eru framundan. Það sem gerist í kringum þig gerist á ljóshraða og ef einhver elskar action þá ert það þú. Þú átt eftir að ferðast svo víða og að hitta svo andríkt og sterkt fólk. Líka svo ólíkar tegundir af manneskjum sem munu næra þig mikið, svona svipað og þegar aðrir taka inn vítamínin sín.

Þú átt erfitt með að láta aðra stjórna þér og þegar lítið er að gera þá koðnarðu niður og gætir orðið líkamlega eða andlega veikur. Þó að það skiptist á með skini og skúrum í lífi þínu þá ertu bara eins og loftslagið á Íslandi, maður veit aldrei hvað gerist næst. Mundu að nýta þér það vel og að þú getur sagt JÁ, svo segðu núna já við ýmsum verkefnum eða viðburðum sem þú myndir annars ekki framkvæma eða segja já við.

Að segja já kemur þér í það action þar sem þér líður best. Þú ert hugsuður og hugmyndasmiður, það er eiginlega bara óþægilegt hversu marga hæfileika þú hefur. Sorteraðu hvað þér finnst skemmtilegt og færir hita í hjarta þitt. Þá fylgja því einnig veraldleg gæði sem hjálpa þér við það að skapa þér betri umgjörð að öllu leyti.

Þú veist það líka að þú ert mjög andlegur og þig dreymir fyrir mörgu sem er að fara að gerast. Þú skalt líka skoða það að nota þessa öndunaræfingu að anda djúpt inn, loka augunum og að hugsa um að þú sjáir með þriðja auganu, eða enninu og endurtaka töluna þrír og svo tveir. Þetta gefur þér það að draumar þínir rætast fyrr. Því að ef þú ert að ströggla í vitleysunni, þá ertu bara ekki að nýta þér þann kraft sem öllu getur breytt.  

Svo mikið mun bjóðast þér um leið og þú stígur út í hringiðuna og inn í alla þá möguleika sem geta látið drauma þína rætast. Þú breytir um lífsstíl á þessum tíma og átt eftir að hafa tilfinningu fyrir því hversu tær orka þín verður. Það er líka alveg rétt hjá þér að útiloka flest fréttaefni og önnur leiðindi, því þá verður hugur þinn jafntær og líkami þinn.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is