Ljúfasta máltíð Lindu Ben

Uppskriftir | 2. júlí 2022

Ljúfasta máltíð Lindu Ben

Þykkar lambakótilettur frá SS eru hér í aðalhlutverki með kartöflubátum, fylltum sveppum og kaldri sósu sem ætti engan að svíkja.

Ljúfasta máltíð Lindu Ben

Uppskriftir | 2. júlí 2022

Ljósmynd/Linda Ben

Þykk­ar lambakótilett­ur frá SS eru hér í aðal­hlut­verki með kart­öflu­bát­um, fyllt­um svepp­um og kaldri sósu sem ætti eng­an að svíkja.

Þykk­ar lambakótilett­ur frá SS eru hér í aðal­hlut­verki með kart­öflu­bát­um, fyllt­um svepp­um og kaldri sósu sem ætti eng­an að svíkja.

Grillaðar lambakótilett­ur með kaldri mangó- og hvít­laukssósu, kart­öflu­bát­um og fjöl­breyttu meðlæti

  • Extra þykk­ar lambakótilett­ur í ít­alskri mar­in­er­ingu frá SS
  • kart­öflu­bát­ar með sítr­ónu og rós­maríni
  • köld mangó- og hvít­laukssósa
  • grillað eggald­in
  • grillaðir fyllt­ir svepp­ir
  • bakaðar gul­ræt­ur

Aðferð:

  1. Takið lambakótilett­urn­ar úr kæli og leyfið þeim að ná stofu­hita (gott að miða við 2-3 klst. við stofu­hita)
  2. Kveikið á grill­inu og leyfið því að ná nokkuð góðum hita.
  3. Grillið á hvorri hlið í nokkr­ar mín. þar til eldað í gegn.
  4. Látið standa í 10 mín. við stofu­hita áður en skorið er í það.

Kart­öflu­bát­ar með sítr­ónu og rós­maríni

  • 1 kg kart­öfl­ur
  • 2 msk. hitaþolin olía
  • 1 tsk. salt
  • 2 tsk. or­eg­anó
  • ferskt rós­marín
  • 1 sítr­óna

Aðferð:

  1. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 200°C, und­ir+yfir.
  2. Skerið kart­öfl­urn­ar í báta og setjið í eld­fast mót, hellið olíu yfir, stráið salti og óreg­anó yfir.
  3. Takið nokkra stöngla af rós­maríni og smellið í fatið, skerið sítr­ón­una í marg­ar litl­ar sneiðar, smellið nokkr­um í fatið.
  4. Bakið í 20-30 mín. eða þar til kart­öfl­urn­ar eru mjúk­ar í gegn.
  5. Setjið ferskt rós­marín og sítr­ónu­bita aft­ur í fatið.

Köld mangó- og hvít­laukssósa

  • 2 dl maj­ónes
  • 2 stk. hvít­lauks­geir­ar
  • 2 msk. mangó­e­dik (fæst t.d. frá Nicolas Vahé)
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið maj­ónes í skál, rífið hvít­lauks­geir­ana út í maj­ónesið og hellið ed­ik­inu út á, kryddið með salti og pip­ar og hrærið sam­an.

Grillað eggald­in

  • eggald­in
  • hitaþolin olía
  • salt

Aðferð:

  1. Skerið eggald­in í sneiðar, penslið með olíu og kryddið með salti.
  2. Raðið á grill­bakka og grillið í nokkr­ar mín. á hvorri hlið þar til mjúkt og gott.

Grillaðir fyllt­ir svepp­ir

  • 250 g svepp­ir
  • 50 g kryddost­ur með papriku og bei­koni

Aðferð:

  1. Takið stöngl­ana úr svepp­un­um, skerið ost­inn í bita þannig að þeir kom­ist inn í svepp­ina.
  2. Raðið þeim á grill­bakka og grillið þar til mjúk­ir.

Grillaðar gul­ræt­ur

  • gul­ræt­ur
  • 1-2 msk. balsam­e­dik með hun­angi
  • 1 tsk. púður­syk­ur
  • ½ tsk. salt
  • 1 msk. ses­am­fræ

Aðferð:

  1. Snyrtið gul­ræt­urn­ar og skerið í helm­ing, raðið í fat sem má fara á grill (má líka baka í ofni).
  2. Hellið balsam­e­diki á gul­ræt­urn­ar og dreifið púður­sykri og salti yfir.
  3. Grillið (eða bakið) þar til mjúk­ar, stráið þá ses­am­fræj­um yfir.
Ljós­mynd/​Linda Ben
Ljós­mynd/​Linda Ben
mbl.is