Heitustu förðunartrendin í sumar

Snyrtipenninn | 3. júlí 2022

Heitustu förðunartrendin í sumar

Áður fyrr voru það tískuhúsin sem leiddu förðunartrendin á hverju tímabili. Nú hafa samfélagsmiðlar þó aukið vægi og stundum óljóst hvort tískustraumarnir byrji á sýningarpöllunum eða samfélagsmiðlunum. Eitt er þó víst, við erum komin aftur að aldamótunum. 

Heitustu förðunartrendin í sumar

Snyrtipenninn | 3. júlí 2022

Jennifer Lopez er alltaf fallega förðuð.
Jennifer Lopez er alltaf fallega förðuð. AFP

Áður fyrr voru það tískuhúsin sem leiddu förðunartrendin á hverju tímabili. Nú hafa samfélagsmiðlar þó aukið vægi og stundum óljóst hvort tískustraumarnir byrji á sýningarpöllunum eða samfélagsmiðlunum. Eitt er þó víst, við erum komin aftur að aldamótunum. 

Áður fyrr voru það tískuhúsin sem leiddu förðunartrendin á hverju tímabili. Nú hafa samfélagsmiðlar þó aukið vægi og stundum óljóst hvort tískustraumarnir byrji á sýningarpöllunum eða samfélagsmiðlunum. Eitt er þó víst, við erum komin aftur að aldamótunum. 

1. Allt það besta frá aldamótunum
Jennifer og Ben eru trúlofuð, Britney er frjáls og já, við erum komin aftur að aldamótunum og þeim glæstu árum rétt fyrir þau og á eftir. Margir fagna þeirri staðreynd að við séum farin 20 ár aftur í tímann og hafa þegar dregið fram netaboli og rifnar gallabuxur. Við drögum þó linuna við bláa sanseraða augnskugga og ofplokkaðar augabrúnir. Brúnu og náttúrulegu litatónar 10. áratugarins, í anda Cindy Crawford, eru alltaf fallegir og tilvalið að tileinka sér þá þegar kemur að þessu trendi.
Ef þú vilt vera eins og Jennifer Lopez þá er …
Ef þú vilt vera eins og Jennifer Lopez þá er þessi litapalletta frá YSL mjög góð.

Pamelu Anderson tískan er mjög vinsæl um þessar mundir.
Pamelu Anderson tískan er mjög vinsæl um þessar mundir.

2. Djarfir litir

Líkt og í fatatískunni eru bjartir og djarfir litir einnig áberandi í förðunartísku sumarsins. Litadýrðin nær til allra staða andlitsins, hvort sem um ræðir augu, varir eða kinnar. Slíkir litir lífga sannarlega upp á andlitið og jafnvel sálartetrið um leið.

Gwen Stefani með neonlitaðar neglur en slíkar neglur eru vinsælar …
Gwen Stefani með neonlitaðar neglur en slíkar neglur eru vinsælar í sumar. AFP

3. Varaolíur

Það er fátt kynþokkafyllra en gljámiklar og olíubornar varir en eitt það vinsælasta í dag eru varaolíur. Á samfélagsmiðlum hafa varaolíur Clarins og Dior verið þær eftirsóttustu til að hafa í snyrtiveskinu en nýverið uppfærði Clarins varaolíur sínar og hafa þær sjaldan verið girnilegri.

4. Tilfinningaríkur augnlínufarði

Sama hvernig þér líður, þá geturðu eflaust tjáð það með einhverskonar formi af augnlínufarða. Það er allt leyfilegt; öll form og allir litir. Fyrir þau ykkar sem vilja fara eftir beinum línum í lífinu, þá er til dæmis hægt að halda í klassíska lögun en nota litaðan augnlínufarða eða setja augnskugga í skemmtilegum lit yfir svartan augnlínufarða.

Doja Cat er með ákaflega fallega augförðun sem er mjög …
Doja Cat er með ákaflega fallega augförðun sem er mjög móðins núna. AFP

5. Glitur og glimmer

Glitur og glimmer verður áberandi í sumar, en bæði er það vinsælt á augnlok og sömuleiðis sem skraut í hárið eða á aðra staði andlitsins og líkamans. Snyrtivörumerki á borð við MAC, NYX og Shiseido eru með skemmtilegt úrval af slíkum snyrtivörum, fyrir ykkur sem ætlið að taka sumarið með trompi.

Cara Delevingne skar sig úr á Met Gala á dögunum.
Cara Delevingne skar sig úr á Met Gala á dögunum. AFP
Shiseido Aura Dew (01 Lunar) er sérlega eigulegur.
Shiseido Aura Dew (01 Lunar) er sérlega eigulegur.

6. Kinnalitur

Ólíkt árunum hér áður fyrr, þá er minna um sólarpúður þetta sumarið og aukin áhersla á kinnalit. Bæði eru náttúrulegir kinnalitir og ferskjulitaðir kinnalitir að koma sterkir inn, til að fá aukna hlýju andlitið, en einnig má sjá bjarta og skærbleika kinnaliti í talsverðri notkun um þessar mundir. Ferskleikinn er allsráðandi.

Shiseido Minimalist Whipped Powder Blush.
Shiseido Minimalist Whipped Powder Blush.
MAC Mineralize Blush (Like me, Love me) nýtur mikilla vinsælda. …
MAC Mineralize Blush (Like me, Love me) nýtur mikilla vinsælda. Fólk sem elskar kinnalit dýrkar þennan.

7. „Grunge“

Fyrir ykkur sem ekki voruð á hressa vagninum um aldamótin, þá er „grunge“-fílingurinn kominn aftur líka. Augnlínufarði, dökkar varir og dökkur klæðnaður hefur verið áberandi undanfarið og verður líklegast áfram fram í næsta vetur. Tilvalið er að setja Nirvana aftur á fóninn og finna hvernig tónlistin leiðir þig áfram.

MAC Pro Longwear Paint Pot (Black Mirror).
MAC Pro Longwear Paint Pot (Black Mirror).

8. Áberandi varir

Eftir að hafa falið varirnar í tvö ár er stundin loksins runnin upp, þar sem þær fá að njóta sín á ný. Hvort sem þú vilt dökkrauðar varir, bjartar varir eða bleikar varir, þá skaltu njóta þess að baða varirnar í varalit og aldrei taka honum sem sjálfsögðum hlut aftur. Bjartur varalitur er einnig eitt besta vopnið í snyrtiveskinu til að hressa upp á andlitið á augabragði.

MAC Love Me Lipstick kemur í æðislegum litum eins og …
MAC Love Me Lipstick kemur í æðislegum litum eins og þessum.
mbl.is