Talað niður til fólks sem var á síðasta dropanum

Kórónuveiran Covid-19 | 5. júlí 2022

Erfiðast þegar talað var niður til fólks sem var á síðasta dropanum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með erfiðari tímum í heimsfaraldrinum Covid-19 hafi verið eftir áramót í vetur þegar þorri þjóðarinnar var orðinn bólusettur en útbreiðslan var mjög mikil. 

Erfiðast þegar talað var niður til fólks sem var á síðasta dropanum

Kórónuveiran Covid-19 | 5. júlí 2022

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með erfiðari tímum í heimsfaraldrinum Covid-19 hafi verið eftir áramót í vetur þegar þorri þjóðarinnar var orðinn bólusettur en útbreiðslan var mjög mikil. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með erfiðari tímum í heimsfaraldrinum Covid-19 hafi verið eftir áramót í vetur þegar þorri þjóðarinnar var orðinn bólusettur en útbreiðslan var mjög mikil. 

Hann segir að sjúkrahúsakerfið hafi „verið á nippinu“ með að ráða við innlagnir, bæði vegna Covid-19 og annarra sjúkdóma, þegar smittölur voru jafnvel yfir fjögurþúsund á dag í nokkra daga, enda þó að innlagningarhlutfall hafi ekki verið hátt, hafi fjöldinn verið svo mikill. 

Þórólfur er gestur Karítasar Ríkharðsdóttur í Dagmálum þar sem hann ræðir yfirvofandi starfslok, ferilinn sem barna- og sóttvarnalæknir og heimsfaraldur Covid-19 sem hann þreytist ekki á að minna á að er ekki lokið.

„Það fannst mér svolítið erfitt. Mér fannst margir ekki hafa samúð með spítalakerfinu. Margir töluðu bara þannig að það væri ekkert vandamál í spítalakerfinu,“ segir Þórólfur um umræðuna í samfélaginu þegar raddir sem fóru fram á afléttingar á sóttvarnaaðgerðum voru farnar að heyrast hátt. 

Hann segir að bæði stjórnmálafólk og aðrir sem voru í aðstæðum til að tjá sig opinberlega hafi ekki viljað ræða vandamálið á spítölunum. „Mér fannst fólk oft ekki hugsa þetta til enda, hver staðan var í raun og veru. Ég fékk mikla samúð með spítalakerfinu. Það voru jafnvel einhverjir sem töluðu spítalakerfið og spítalana niður, töluðu illa um fólk sem var þar alveg á síðasta dropanum. Það var ósanngjarnt fannst mér.“

Þáttinn með Þórólfi má í heild sinni sjá hér. 

mbl.is