Sérstakur dómstóll í Bandaríkjunum, sem rannsakar nú tilraunir Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til að snúa við úrslitum í forsetakosningunum 2020 í Georgíu-ríki, hefur stefnt nokkrum af helstu bandamönnum Trump.
Sérstakur dómstóll í Bandaríkjunum, sem rannsakar nú tilraunir Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til að snúa við úrslitum í forsetakosningunum 2020 í Georgíu-ríki, hefur stefnt nokkrum af helstu bandamönnum Trump.
Sérstakur dómstóll í Bandaríkjunum, sem rannsakar nú tilraunir Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til að snúa við úrslitum í forsetakosningunum 2020 í Georgíu-ríki, hefur stefnt nokkrum af helstu bandamönnum Trump.
CNN greinir frá.
Á meðal bandamannanna eru fyrrverandi lögfræðingur hans, Rudy Guiliani og öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham, samkvæmt dómsskjölum.
Þá hefur hinum ýmsu lögfræðilegum álitsgjöfum Trump, líkt og John Eastman, Jenna Ellis, Cleta Mitchell og Kenneth Chesebro, einnig verið stefnt.
Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu, hefur stýrt rannsókninni sem snýr að gjörðum Trump í Georgíu-ríki. Nokkrum embættismönnum ríkisins hefur nú þegar verið stefnt og þeir borið vitni.
Dómstóllinn leitar nú eftir vitnisburðum frá fólki í innsta hring Trumps en Willis hefur verið að rannsaka ýmsa hugsanlega glæpi, þar á meðal kosningasvik, rangar yfirlýsingar, samsæri, fjárkúgun og hótanir tengdar kosningastjórn. Dómstóllinn gefur ekki út ákærur heldur safnar sönnunargögnum og gefur út skýrslu um hvort að Trump eða einhver af bandamönnum hans skuli verða ákærður.
Dómstóllinn mun vilja heyra frá Graham vegna símtals sem hún átti við Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu-ríkis, í kjölfar kosninganna 2020 þar sem hún á að hafa spurt hann um möguleikann á að endurskoða ákveðin utankjörfundaratkvæði í Georgíu til að kanna möguleikann á hagstæðari niðurstöðu fyrir Trump.
Giuliani er stefnt í tengslum við vitnisburð sinn fyrir þingmönnum í Georgíuríki í desember 2020. Þar bar hann vitni og lagði fram svokallaðar sannanir þess efnis að kosningasvik hefði farið fram. Þrátt fyrir að það hafi verið afsannað, hélt hann því enn fram að kosningasvik hefði átt sér stað.
„Það eru vísbendingar um að framkoma og vitnisburður vitnisins við yfirheyrsluna hafi verið hluti af samræmdri áætlun Trump-herferðarinnar til að hafa áhrif á úrslit kosninganna í nóvember 2020 í Georgíu og víðar,“ segir í dómsskjölum.