Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í morgun að ráða Iðu Marsibil Jónsdóttur í starf sveitarstjóra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í morgun að ráða Iðu Marsibil Jónsdóttur í starf sveitarstjóra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í morgun að ráða Iðu Marsibil Jónsdóttur í starf sveitarstjóra.
„Iða hefur undanfarin ár starfað sem mannauðs- og skrifstofustjóri hjá Arnarlaxi og tekið virkan þátt í mikilli uppbyggingu fyrirtækisins á Vestfjörðum. Kjörtímabilið 2018 – 2022 gengdi Iða embætti forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar og hefur því góða innsýn inn í stjórnsýslu sveitarstjórnarmála.
Iða er viðskiptafræðingur að mennt og leggur stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík,“ að því er segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu.
Iða mun hefja störf þann 25. júlí.