Hver tekur við af Boris?

Boris Johnson segir af sér | 8. júlí 2022

Hver tekur við af Boris?

Baráttan um hver verður arftaki Borisar Johnsons í formennsku breska Íhaldsflokksins, og sem forsætisráðherra Bretlands, eftir dramatíska ráðherratíð og afsögn hans, er hafin. 

Hver tekur við af Boris?

Boris Johnson segir af sér | 8. júlí 2022

Baráttan um hver verður arftaki Borisar Johnsons í formennsku breska Íhaldsflokksins, og sem forsætisráðherra Bretlands, eftir dramatíska ráðherratíð og afsögn hans, er hafin. 

Baráttan um hver verður arftaki Borisar Johnsons í formennsku breska Íhaldsflokksins, og sem forsætisráðherra Bretlands, eftir dramatíska ráðherratíð og afsögn hans, er hafin. 

Baráttan fer hægt af stað á yfirborðinu en næsta víst þykir að allir þingmenn flokksins, sem telji sig eiga möguleika á stólnum, rói nú öllum árum að því að afla stuðnings við framboð sitt. 

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, í gær.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, í gær. AFP

Þrír háttsettir íhaldsmenn hafa þegar sett nafn sitt í hattinn; Tom Tugendhat formaður utanríkismálanefndar breska þingsins, Suella Braverman dómsmálaráðherra, og Steve Baker þingmaður og harður stuðningsmaður Brexit. 

Tom Tugendhat.
Tom Tugendhat. AFP/Tolga Akmen
General Suella Braverman, dómsmálaráðherra Bretlands.
General Suella Braverman, dómsmálaráðherra Bretlands. AFP

Þá þykja ráðherrarnir tveir, sem upphaflega sögðu af sér og settu atburðarásina sem leiddi til afsagnarinnar af stað, til alls líklegir – þeir Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra og Sajid Javid fyrrverandi heilbrigðisráðherra.

Steve Baker, þingmaður íhaldsflokksins.
Steve Baker, þingmaður íhaldsflokksins. AFP

Jeremy Hunt, fyrrverandi menningar-, heilbrigðis- og utanríkisráðherra, er sagður liggja undir feldi en hann laut í lægra haldi í formannsslag við Johnson á sínum tíma. Þegar kom því að skipa í ráðherrastöður afþakkaði Hunt ráðherrastól í ríkisstjórn Johnsons.

Boris Johnson hyggst sitja áfram á stóli forsætisráðherra þangað til eftirmaður hans hefur verið útnefndur sem verður líklega ekki fyrr en í haust. 

Þingmenn í minnihluta og margir þingmenn innan flokksins vilja að Johnson láti þegar af störfum en hann hefur skipað nýtt ráðuneyti ráðherra með sér.

Rishi Sunak fyrrvernadi fjármálaráðherra til hægri og Sajid Javid, fyrrverandi …
Rishi Sunak fyrrvernadi fjármálaráðherra til hægri og Sajid Javid, fyrrverandi heilbrigðisráðherra til vinstri. Samsett mynd
mbl.is